Sport

Tyson búinn að missa 45 kg eftir að hann gerðist vegan

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Mike Tyson er kominn í hörkuform.
Mike Tyson er kominn í hörkuform. getty/Donald Kravitz

Mike Tyson snýr aftur í hringinn eftir fimmtán ára hlé þegar hann mætir Roy Jones yngri í Los Angeles á laugardaginn.

Tyson er kominn í gott form fyrir bardagann en stór hluti ástæðunnar var að hann gerðist vegan. Síðan Tyson hætti að borða kjöt hefur hann misst 45 kg.

„Þetta var erfitt vegna þess að ég þurfti að missa 45 kg. Ég gerðist vegan og konan mín sagði mér að fara á hlaupabrettið. Ég byrjaði á því að vera í korter á því en endaði á tveimur klukkutímum,“ sagði Tyson.

Þeir Jones freista þess að safna fé til góðgerðarmála með bardaganum sem verður hálfgerður æfingabardagi. Tyson og Jones nota sérstaka hanska og dómaranum verður gert að stöðva bardagann ef annar keppandinn lendir í vandræðum. Þá segir Tyson afar ólíklegt að bardaginn endi með rothöggi.

Tyson, sem er 54 ára, hefur ekki keppt síðan hann tapaði óvænt fyrir Kevin McBride. Jones, sem er 51 árs, keppt síðast 2018.

BoxFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.