Sport

Þór­ólfur svarar gagn­rýnis­röddum: „Eru dæmi um það að menn hafi smitast í í­þróttum“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Þórólfur Guðnason.
Þórólfur Guðnason. Vísir/Vilhelm

Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að hópaæfingar afreksfólks í íþróttum byrji í fyrsta lagi í desember ef miðað er við núverandi reglugerð.

Flest allt íþróttalíf hefur verið á ís síðan í byrjun október en afreksíþróttafólk hefur ekki getað haldið sér við að undanförnu vegna lokana á íþróttahúsum.

Körfuboltaþjálfarar sendu frá sér yfirlýsingu í síðustu viku vegna þessa og var Þórólfur spurður út í hvaða rök væru á bak við æfinga- og keppnisbann íþróttafólks með bolta.

„Við erum að reyna að koma í veg fyrir allar hópamyndanir sem hugsast geta, til þess að stöðva útbreiðsluna,“ sagði Þórólfur.

„Við gerðum þetta hægt og bítandi. Vorum með markvissar aðgerðir sem voru ekki að skila nægilegum árangri. Við vorum að missa faraldurinn í veldisvöxt þegar við gripum í að stöðva allar hópamyndanir í landinu sem mögulegt er.“

„Það hefur skilað þessum góðum árangri. Það gildir um íþróttir og hjá fullorðnum og börnum eins og hjá öðrum.“

Hann segir að það séu dæmi um að menn hafi smitast í íþróttum; sama hvort það séu afreks- eða almenningsíþróttir.

„Það eru dæmi um það að menn hafi smitast í íþróttum og það er hvorki meiri né minni hætta í afreksíþróttum en öðrum íþróttum.“ Allar hópamyndanir, af sama hvaða toga þær eru, feli í sér slíka áhættu.

Hann reiknar með að æfingar byrji í fyrsta lagi í desember.

„Reglugerðin gildir í tvær vikur og svo tekur eitthvað annað við. Það er sá tímarammi sem við erum að horfa á núna.“

Klippa: Sportpakkinn - Þórólfur

Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.