Þjálfari bikarmeistaranna pirraður á Twitter: Meðan borum við í nefið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. nóvember 2020 13:31 Arnar Guðjónsson að stýra Stjörnumönnum í bikarúrslitaleiknum á síðustu leiktíð. Vísir/Daníel Þór Arnar Guðjónsson, þjálfari bikarmeistara Stjörnunnar, er eins og fleiri orðinn þreyttur á því að bíða eftir að körfuboltinn fái aftur grænt ljós á Íslandi. Körfuboltinn hefur verið bannaður á Íslandi síðan í byrjun október eða síðan síðasti leikurinn fór fram 6. október. Arnar Guðjónsson stýrði Stjörnunni í fyrsta og eina leiknum í Domino´s deildinni 2. október síðastliðinn eða fyrir 45 dögum síðan. Arnar hefur verið í smá Twitter herferð á síðustu dögum þar sem hann vekur athygli á því hversu mörg lönd í Evrópu leyfa körfubolta á meðan allt er í frosti hér heima á Íslandi. „Laugardagur til lukku hjá meistaraflokkum þessara landa, fengu að vinna sína vinnu/áhugamál i gær,“ skrifaði Arnar og daginn áður endaði hann upptalingu á þeim löndum sem spiluðu meistaraflokksleiki í körfubolta kvöldið áður með: „Meðan borum við í nefið.“ Í október átti hann líka færsluna „Peð á taflborði Svandísar & Þórólfs.“ Arnar er eins og fleiri íslenskir þjálfarar orðnir mjög pirraður á því að bíða eftir að því að fá að fara aftur af stað. Körfuknattleikssambandið og Handknattleiksambandið hafa eins og önnur íþróttasambönd farið eftir hörðum sóttvarnaraðgerðum vegna kórónuveirufaraldursins. Reglugerðin gildi fyrst frá 31. október til og með 17. nóvember en var síðan framlengd til 1. desember næstkomandi. 1. desember þá verður lið Arnars ekki búið að spila leik í sextíu daga og það er ljóst að ef verður létt á reglunum 1. desember þegar kemur að íþróttakappleikjum þá þurfa liðin að minnsta kosti tvær vikur til æfinga áður en þau spila aftur leiki á Íslandsmótinu. Arnar Guðjónsson er á sínu þriðja tímabili með Stjörnuliðið. Liðið hefur unnið bikarmeistaratitilinn á báðum tímabilunum og í bæði skiptin orðið deildarmeistari. Íslandsbikarinn hefur aftur á móti aldrei komið í Garðabæinn og frábært lið Arnars fékk ekki einu sinni að keppa um hann í fyrra eftir að úrslitakeppninni var aflýst vegna kórónuveirufaraldursins. Hér fyrir neðan má sjá nokkur dæmi um Twitter færslur Arnars á síðustu dögum. þessi lönd spiluðu öll meistaraflokks leiki í körfubolta í gær + eurocup, euroleague + ECW + ABA2 + BIBL + Latvia/estonia league.Meðan borum við í nefið.#korfubolti #handbolti #fótbolti— Arnar Gudjonsson (@ArnarGud) November 14, 2020 Laugardagur til lukku hjá meistarflokkum þessara landa, fengu að vinna sína vinnu/áhugamál i gær. #korfubolti #handbolti #fótbolti #ÍSÍ #UMFÍ— Arnar Gudjonsson (@ArnarGud) November 15, 2020 Vill einhver aðstoða @gaupinn að berjast gegn þessari endaleysu. Af stað með afreksíþróttir. @hjorvarhaflida fyrst fótboltinn er off, ertu til í að vera með okkur í liði. Einu tveir sem segja eitthvað!!!! #korfubolti #handbolti #fotbolti— Arnar Gudjonsson (@ArnarGud) November 13, 2020 Dominos-deild karla Stjarnan Mest lesið NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Körfubolti HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Fótbolti Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu Fótbolti Súmóglímukappar mættir til London: Þurftu að styrkja salernin Sport Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Fótbolti Mjög skrýtinn misskilningur Sport „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Handbolti Fleiri fréttir Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Sjá meira
Arnar Guðjónsson, þjálfari bikarmeistara Stjörnunnar, er eins og fleiri orðinn þreyttur á því að bíða eftir að körfuboltinn fái aftur grænt ljós á Íslandi. Körfuboltinn hefur verið bannaður á Íslandi síðan í byrjun október eða síðan síðasti leikurinn fór fram 6. október. Arnar Guðjónsson stýrði Stjörnunni í fyrsta og eina leiknum í Domino´s deildinni 2. október síðastliðinn eða fyrir 45 dögum síðan. Arnar hefur verið í smá Twitter herferð á síðustu dögum þar sem hann vekur athygli á því hversu mörg lönd í Evrópu leyfa körfubolta á meðan allt er í frosti hér heima á Íslandi. „Laugardagur til lukku hjá meistaraflokkum þessara landa, fengu að vinna sína vinnu/áhugamál i gær,“ skrifaði Arnar og daginn áður endaði hann upptalingu á þeim löndum sem spiluðu meistaraflokksleiki í körfubolta kvöldið áður með: „Meðan borum við í nefið.“ Í október átti hann líka færsluna „Peð á taflborði Svandísar & Þórólfs.“ Arnar er eins og fleiri íslenskir þjálfarar orðnir mjög pirraður á því að bíða eftir að því að fá að fara aftur af stað. Körfuknattleikssambandið og Handknattleiksambandið hafa eins og önnur íþróttasambönd farið eftir hörðum sóttvarnaraðgerðum vegna kórónuveirufaraldursins. Reglugerðin gildi fyrst frá 31. október til og með 17. nóvember en var síðan framlengd til 1. desember næstkomandi. 1. desember þá verður lið Arnars ekki búið að spila leik í sextíu daga og það er ljóst að ef verður létt á reglunum 1. desember þegar kemur að íþróttakappleikjum þá þurfa liðin að minnsta kosti tvær vikur til æfinga áður en þau spila aftur leiki á Íslandsmótinu. Arnar Guðjónsson er á sínu þriðja tímabili með Stjörnuliðið. Liðið hefur unnið bikarmeistaratitilinn á báðum tímabilunum og í bæði skiptin orðið deildarmeistari. Íslandsbikarinn hefur aftur á móti aldrei komið í Garðabæinn og frábært lið Arnars fékk ekki einu sinni að keppa um hann í fyrra eftir að úrslitakeppninni var aflýst vegna kórónuveirufaraldursins. Hér fyrir neðan má sjá nokkur dæmi um Twitter færslur Arnars á síðustu dögum. þessi lönd spiluðu öll meistaraflokks leiki í körfubolta í gær + eurocup, euroleague + ECW + ABA2 + BIBL + Latvia/estonia league.Meðan borum við í nefið.#korfubolti #handbolti #fótbolti— Arnar Gudjonsson (@ArnarGud) November 14, 2020 Laugardagur til lukku hjá meistarflokkum þessara landa, fengu að vinna sína vinnu/áhugamál i gær. #korfubolti #handbolti #fótbolti #ÍSÍ #UMFÍ— Arnar Gudjonsson (@ArnarGud) November 15, 2020 Vill einhver aðstoða @gaupinn að berjast gegn þessari endaleysu. Af stað með afreksíþróttir. @hjorvarhaflida fyrst fótboltinn er off, ertu til í að vera með okkur í liði. Einu tveir sem segja eitthvað!!!! #korfubolti #handbolti #fotbolti— Arnar Gudjonsson (@ArnarGud) November 13, 2020
Dominos-deild karla Stjarnan Mest lesið NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Körfubolti HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Fótbolti Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu Fótbolti Súmóglímukappar mættir til London: Þurftu að styrkja salernin Sport Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Fótbolti Mjög skrýtinn misskilningur Sport „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Handbolti Fleiri fréttir Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Sjá meira