Gaupi hitti afa Katrínar Tönju sem þýddi bók barnabarnsins fyrir þessi jól Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. nóvember 2020 09:01 Katrín Tanja Davíðsdóttir með afa sínum Helga Ágústssyni. Instagram/@katrintanja Guðjón Guðmundsson hitti á dögunum Helgi Ágústsson sem tók sig til og þýddi bók Katrínar Tönju Davíðsdóttir sem kemur út á íslensku fyrir þessi jól. Gaupi sýndi viðtalið í íþróttafréttum Stöðvar tvö í gær. Helgi Ágústsson er fyrrverandi sendiherra en hann starfaði sem sendiherra Íslands um árabil í London og Kaupmannahöfn. Katrín Tanja Davíðsdóttir gaf út bókina „Dóttir“ á síðasta ári en hún skrifaði hana á ensku með Rory McKernan. Bókin heitir fullu nafni á ensku: „Dottir: My Journey to Becoming a Two-Time CrossFit Games Champion.“ Afi Katrínar tók sig til og þýddi bókina á íslensku en það er óhætt að segja að hann þekki viðfangsefnið vel. View this post on Instagram A post shared by Katri n Tanja Davi ðsdo ttir (@katrintanja) „Hún fæðist út í London þegar við erum þar og svo var hún í nokkur ár hjá okkur Hebu þegar móðir hennar bjó bæði í Vogunum og eins út í Noregi. Það voru því sjö eða átta ár sem hún var hjá okkur,“ sagði Helgi Ágústsson. Helgi segir að snemma hafi komið í ljós að þessi magnaða íþróttakona hefði járnvilja og mikið keppnisskap. „Hún var kappsöm strax sem lítið barn. Þegar hún var klifra í stiganum og einhver ætlaði að hjálpa henni þá tók hún það ekki í mál. Hún vildi gera þetta sjálf,“ sagði Helgi. „Hún byrjar sex ára gömul í fimleikum og það var oft sem ég keyrði hana til og frá í fimleikana. Ég veit hvaða tíma hún varði og hvaða fórnir þetta kostaði hana. Bara fimleikarnir. Síðan tekur þetta CrossFit við og það er ennþá meiri fórn og ennþá meiri afneitun og æfingar,“ sagði Helgi. „Þetta er afskaplega fjölþætt íþrótt og hún hefur tamið sér gott hugarfar. Það er afskaplega snar þáttur í hennar árangri, hvernig hugarfar hún skapar sér og nýtir sér í keppni. Hún er mjög einbeitt, ákveðin og hún skal. Hún vinnur að því. Hún setur sér markmið og vinnur mjög markvisst að sínum markmiðum,“ sagði Helgi. View this post on Instagram A post shared by Katri n Tanja Davi ðsdo ttir (@katrintanja) „Hún kann að nýta sér mistök. Hún sagði það í bókinni að mistök séu snar þáttur í árangri hennar. Hvernig hún hefur snúið ósigri í styrk. Einbeitt sér að því sem hún var ekki nógu góð í og sigrast á því. Sigrast á erfiðleikunum,“ sagði Helgi Guðjón Guðmundsson fór líka yfir íþróttaferil Helga í innslagi sínu en Helgi var leikmaður og formaðu Körfuknattleiksdeildar KR um árabil. Hann var einn af þeim sem gerði KR að stórveldi í íslenskum körfubolta. Það má sjá allt viðtal Guðjóns við Helga hér fyrir neðan. Klippa: Gaupi hitti afa Katrínar Tönju CrossFit Mest lesið Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Ricky Hatton fyrirfór sér Sport NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Fótbolti Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Fótbolti Neitar að gista á liðshótelinu vegna draugagangs Sport HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Fótbolti Fleiri fréttir Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Fórnaði frægasta hári handboltans Sundstjarna hættir óvænt 25 ára: „Allir draumarnir rættust“ Neitar að gista á liðshótelinu vegna draugagangs Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Nánast ómögulegt að sigra“ Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Ricky Hatton fyrirfór sér Borgarstjóri Boston svarar Trump „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Súmóglímukappar mættir til London: Þurftu að styrkja salernin Mjög skrýtinn misskilningur HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Dagskráin: Big Ben, taplaus lið mætast og Skiptiborðið missir ekki af neinu Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum „Ég elska að vera í Njarðvík“ Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Sjá meira
Guðjón Guðmundsson hitti á dögunum Helgi Ágústsson sem tók sig til og þýddi bók Katrínar Tönju Davíðsdóttir sem kemur út á íslensku fyrir þessi jól. Gaupi sýndi viðtalið í íþróttafréttum Stöðvar tvö í gær. Helgi Ágústsson er fyrrverandi sendiherra en hann starfaði sem sendiherra Íslands um árabil í London og Kaupmannahöfn. Katrín Tanja Davíðsdóttir gaf út bókina „Dóttir“ á síðasta ári en hún skrifaði hana á ensku með Rory McKernan. Bókin heitir fullu nafni á ensku: „Dottir: My Journey to Becoming a Two-Time CrossFit Games Champion.“ Afi Katrínar tók sig til og þýddi bókina á íslensku en það er óhætt að segja að hann þekki viðfangsefnið vel. View this post on Instagram A post shared by Katri n Tanja Davi ðsdo ttir (@katrintanja) „Hún fæðist út í London þegar við erum þar og svo var hún í nokkur ár hjá okkur Hebu þegar móðir hennar bjó bæði í Vogunum og eins út í Noregi. Það voru því sjö eða átta ár sem hún var hjá okkur,“ sagði Helgi Ágústsson. Helgi segir að snemma hafi komið í ljós að þessi magnaða íþróttakona hefði járnvilja og mikið keppnisskap. „Hún var kappsöm strax sem lítið barn. Þegar hún var klifra í stiganum og einhver ætlaði að hjálpa henni þá tók hún það ekki í mál. Hún vildi gera þetta sjálf,“ sagði Helgi. „Hún byrjar sex ára gömul í fimleikum og það var oft sem ég keyrði hana til og frá í fimleikana. Ég veit hvaða tíma hún varði og hvaða fórnir þetta kostaði hana. Bara fimleikarnir. Síðan tekur þetta CrossFit við og það er ennþá meiri fórn og ennþá meiri afneitun og æfingar,“ sagði Helgi. „Þetta er afskaplega fjölþætt íþrótt og hún hefur tamið sér gott hugarfar. Það er afskaplega snar þáttur í hennar árangri, hvernig hugarfar hún skapar sér og nýtir sér í keppni. Hún er mjög einbeitt, ákveðin og hún skal. Hún vinnur að því. Hún setur sér markmið og vinnur mjög markvisst að sínum markmiðum,“ sagði Helgi. View this post on Instagram A post shared by Katri n Tanja Davi ðsdo ttir (@katrintanja) „Hún kann að nýta sér mistök. Hún sagði það í bókinni að mistök séu snar þáttur í árangri hennar. Hvernig hún hefur snúið ósigri í styrk. Einbeitt sér að því sem hún var ekki nógu góð í og sigrast á því. Sigrast á erfiðleikunum,“ sagði Helgi Guðjón Guðmundsson fór líka yfir íþróttaferil Helga í innslagi sínu en Helgi var leikmaður og formaðu Körfuknattleiksdeildar KR um árabil. Hann var einn af þeim sem gerði KR að stórveldi í íslenskum körfubolta. Það má sjá allt viðtal Guðjóns við Helga hér fyrir neðan. Klippa: Gaupi hitti afa Katrínar Tönju
CrossFit Mest lesið Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Ricky Hatton fyrirfór sér Sport NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Fótbolti Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Fótbolti Neitar að gista á liðshótelinu vegna draugagangs Sport HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Fótbolti Fleiri fréttir Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Fórnaði frægasta hári handboltans Sundstjarna hættir óvænt 25 ára: „Allir draumarnir rættust“ Neitar að gista á liðshótelinu vegna draugagangs Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Nánast ómögulegt að sigra“ Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Ricky Hatton fyrirfór sér Borgarstjóri Boston svarar Trump „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Súmóglímukappar mættir til London: Þurftu að styrkja salernin Mjög skrýtinn misskilningur HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Dagskráin: Big Ben, taplaus lið mætast og Skiptiborðið missir ekki af neinu Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum „Ég elska að vera í Njarðvík“ Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Sjá meira