Gaupi hitti afa Katrínar Tönju sem þýddi bók barnabarnsins fyrir þessi jól Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. nóvember 2020 09:01 Katrín Tanja Davíðsdóttir með afa sínum Helga Ágústssyni. Instagram/@katrintanja Guðjón Guðmundsson hitti á dögunum Helgi Ágústsson sem tók sig til og þýddi bók Katrínar Tönju Davíðsdóttir sem kemur út á íslensku fyrir þessi jól. Gaupi sýndi viðtalið í íþróttafréttum Stöðvar tvö í gær. Helgi Ágústsson er fyrrverandi sendiherra en hann starfaði sem sendiherra Íslands um árabil í London og Kaupmannahöfn. Katrín Tanja Davíðsdóttir gaf út bókina „Dóttir“ á síðasta ári en hún skrifaði hana á ensku með Rory McKernan. Bókin heitir fullu nafni á ensku: „Dottir: My Journey to Becoming a Two-Time CrossFit Games Champion.“ Afi Katrínar tók sig til og þýddi bókina á íslensku en það er óhætt að segja að hann þekki viðfangsefnið vel. View this post on Instagram A post shared by Katri n Tanja Davi ðsdo ttir (@katrintanja) „Hún fæðist út í London þegar við erum þar og svo var hún í nokkur ár hjá okkur Hebu þegar móðir hennar bjó bæði í Vogunum og eins út í Noregi. Það voru því sjö eða átta ár sem hún var hjá okkur,“ sagði Helgi Ágústsson. Helgi segir að snemma hafi komið í ljós að þessi magnaða íþróttakona hefði járnvilja og mikið keppnisskap. „Hún var kappsöm strax sem lítið barn. Þegar hún var klifra í stiganum og einhver ætlaði að hjálpa henni þá tók hún það ekki í mál. Hún vildi gera þetta sjálf,“ sagði Helgi. „Hún byrjar sex ára gömul í fimleikum og það var oft sem ég keyrði hana til og frá í fimleikana. Ég veit hvaða tíma hún varði og hvaða fórnir þetta kostaði hana. Bara fimleikarnir. Síðan tekur þetta CrossFit við og það er ennþá meiri fórn og ennþá meiri afneitun og æfingar,“ sagði Helgi. „Þetta er afskaplega fjölþætt íþrótt og hún hefur tamið sér gott hugarfar. Það er afskaplega snar þáttur í hennar árangri, hvernig hugarfar hún skapar sér og nýtir sér í keppni. Hún er mjög einbeitt, ákveðin og hún skal. Hún vinnur að því. Hún setur sér markmið og vinnur mjög markvisst að sínum markmiðum,“ sagði Helgi. View this post on Instagram A post shared by Katri n Tanja Davi ðsdo ttir (@katrintanja) „Hún kann að nýta sér mistök. Hún sagði það í bókinni að mistök séu snar þáttur í árangri hennar. Hvernig hún hefur snúið ósigri í styrk. Einbeitt sér að því sem hún var ekki nógu góð í og sigrast á því. Sigrast á erfiðleikunum,“ sagði Helgi Guðjón Guðmundsson fór líka yfir íþróttaferil Helga í innslagi sínu en Helgi var leikmaður og formaðu Körfuknattleiksdeildar KR um árabil. Hann var einn af þeim sem gerði KR að stórveldi í íslenskum körfubolta. Það má sjá allt viðtal Guðjóns við Helga hér fyrir neðan. Klippa: Gaupi hitti afa Katrínar Tönju CrossFit Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Fótbolti Fleiri fréttir „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Isak í fjölmiðlafeluleik Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Dagskráin: Risaleikur í Kópavogi, U21-slagur, Lokasóknin og Big Ben Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Sjá meira
Guðjón Guðmundsson hitti á dögunum Helgi Ágústsson sem tók sig til og þýddi bók Katrínar Tönju Davíðsdóttir sem kemur út á íslensku fyrir þessi jól. Gaupi sýndi viðtalið í íþróttafréttum Stöðvar tvö í gær. Helgi Ágústsson er fyrrverandi sendiherra en hann starfaði sem sendiherra Íslands um árabil í London og Kaupmannahöfn. Katrín Tanja Davíðsdóttir gaf út bókina „Dóttir“ á síðasta ári en hún skrifaði hana á ensku með Rory McKernan. Bókin heitir fullu nafni á ensku: „Dottir: My Journey to Becoming a Two-Time CrossFit Games Champion.“ Afi Katrínar tók sig til og þýddi bókina á íslensku en það er óhætt að segja að hann þekki viðfangsefnið vel. View this post on Instagram A post shared by Katri n Tanja Davi ðsdo ttir (@katrintanja) „Hún fæðist út í London þegar við erum þar og svo var hún í nokkur ár hjá okkur Hebu þegar móðir hennar bjó bæði í Vogunum og eins út í Noregi. Það voru því sjö eða átta ár sem hún var hjá okkur,“ sagði Helgi Ágústsson. Helgi segir að snemma hafi komið í ljós að þessi magnaða íþróttakona hefði járnvilja og mikið keppnisskap. „Hún var kappsöm strax sem lítið barn. Þegar hún var klifra í stiganum og einhver ætlaði að hjálpa henni þá tók hún það ekki í mál. Hún vildi gera þetta sjálf,“ sagði Helgi. „Hún byrjar sex ára gömul í fimleikum og það var oft sem ég keyrði hana til og frá í fimleikana. Ég veit hvaða tíma hún varði og hvaða fórnir þetta kostaði hana. Bara fimleikarnir. Síðan tekur þetta CrossFit við og það er ennþá meiri fórn og ennþá meiri afneitun og æfingar,“ sagði Helgi. „Þetta er afskaplega fjölþætt íþrótt og hún hefur tamið sér gott hugarfar. Það er afskaplega snar þáttur í hennar árangri, hvernig hugarfar hún skapar sér og nýtir sér í keppni. Hún er mjög einbeitt, ákveðin og hún skal. Hún vinnur að því. Hún setur sér markmið og vinnur mjög markvisst að sínum markmiðum,“ sagði Helgi. View this post on Instagram A post shared by Katri n Tanja Davi ðsdo ttir (@katrintanja) „Hún kann að nýta sér mistök. Hún sagði það í bókinni að mistök séu snar þáttur í árangri hennar. Hvernig hún hefur snúið ósigri í styrk. Einbeitt sér að því sem hún var ekki nógu góð í og sigrast á því. Sigrast á erfiðleikunum,“ sagði Helgi Guðjón Guðmundsson fór líka yfir íþróttaferil Helga í innslagi sínu en Helgi var leikmaður og formaðu Körfuknattleiksdeildar KR um árabil. Hann var einn af þeim sem gerði KR að stórveldi í íslenskum körfubolta. Það má sjá allt viðtal Guðjóns við Helga hér fyrir neðan. Klippa: Gaupi hitti afa Katrínar Tönju
CrossFit Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Fótbolti Fleiri fréttir „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Isak í fjölmiðlafeluleik Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Dagskráin: Risaleikur í Kópavogi, U21-slagur, Lokasóknin og Big Ben Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Sjá meira