Sport

Dagskráin í dag: Danmörk - Ísland, Masters og NFL

Ísak Hallmundarson skrifar
Nær Ísland fyrsta sigrinum gegn Danmörku í kvöld?
Nær Ísland fyrsta sigrinum gegn Danmörku í kvöld? getty/Oliver Hardt

Það er blásið til veislu á sportrásum Stöðvar 2 í dag.

Hæst ber að sjálfsögðu að nefna leik Danmerkur og Íslands í Þjóðadeild UEFA en það verður spennandi að sjá hvernig strákarnir okkar mæta til leiks eftir eitt mest svekkjandi tap landsliðssögunnar síðasta fimmtudag. Tekst þeim að vinna Danmörku í fyrsta sinn í sögunni?

Upphitun fyrir leikinn hefst á slaginu 19:00 á Stöð 2 Sport 2 og leikurinn verður svo í beinni útsendingu frá 19:35 á sömu stöð. Beint eftir leik gera sérfræðingar Stöðvar 2 Sports leikinn síðan upp.

Lokadagurinn á Masters-mótinu í golfi verður í beinni útsendingu frá kl. 15:00 á Stöð 2 Golf í dag, en um er að ræða einn stærsta íþróttaviðburð heims. Mikil spenna er á toppnum en það er Bandaríkjamaðurinn Dustin Johnson sem leiðir fyrir lokahringinn.

Tveir leikir úr NFL verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4, Carolina Panthers - Tampa Bay Buccaneers verður í beinni kl. 17:55 og síðan er það viðureign Los Angeles Rams og Seattle Seahawks kl. 21:20.

Þetta og svo margt fleira verður á boðstólnum í dag en alla dagskránna má nálgast með því að smella hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×