Sport

Fyrsti einstaklingurinn með Downs heilkenni sem klárar járnkarl

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Chris Nikic kemur í mark.
Chris Nikic kemur í mark. getty/Michael Reaves

Þríþrautarkappinn Chris Nikic skráði sig á spjöld íþróttasögunnar um helgina þegar hann varð fyrsti einstaklingurinn með Downs heilkenni til að klára svokallaðan Járnkarl. Mótið fór fram í Panama City í Flórída, heimaríki Nikic.

Í Járnkarli þurfa keppendur að synda 3,86 kílómetra, hjóla 180,25 kílómetra og hlaupa heilt maraþon (42,2 kílómetra).

Nikic kom í mark á sextán klukkutímum, 46 mínútum og níu sekúndum. Keppendur þurftu að klára Járnkarlinn á sautján klukkutímum eða minna og Nikic var því vel undir niðurskurðartímanum. Hann fékk afrek sitt skráð í heimsmetabók Guinness.

„Markmið sett og markmiði náð. Tími til að setja sér ný og stærri markmið fyrir 2021,“ skrifaði Nikic á Instagram þar sem hann er með rúmlega 71 þúsund fylgjendur.

View this post on Instagram

IRONMAN. Goal set and achieved. Time to set a new and BIGGER Goal for 2021. Whatever it is the strategy is the same. 1% Better every day. YES, I did the work but I had angels helping me. God surrounded me with Angels. Best part of all. New family and friends. All about awareness and inclusion. Awareness for Down Syndrome and Special Olympics. Inclusion for all of us with all of you. I m sorry for not responding personally to all your messages. It s amazing but overwhelming because I got 33K new followers and messages since yesterday. I will try and catch up. If you want to support my mission for Down Syndrome and Special Olympics go to my website www.ChrisNikic.com because 100% of the donations go to my charities. I achieved my goal and now I want to help others like me. Thank you to @ironmantri and @im_foundation for making it possible. Thank you @specialolympics @specialolympicsfl for starting the triathlon program. Thank you @rodsracing for giving a home to babies like me. I will be thanking so many more people over the coming days. But I must start with the 3 Angels who trained with me and did the race with me. Dan, Jenn and Carlos. #inclusion

A post shared by Chris Nikic (@chrisnikic) on

Nikic, sem er 21 árs, setur stefnuna á að keppa á Ólympíumóti fatlaðra 2022 sem fer fram í Orlando í Flórída.

Hér fyrir neðan má sjá myndbrot frá afreki Nikic um helgina.

Klippa: Kláraði JárnkarlFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.