Kanye viðurkennir ósigur en gefur framboði 2024 undir fótinn Vésteinn Örn Pétursson skrifar 7. nóvember 2020 09:07 Kanye West hefur gefið vísbendingar um að hann bjóði sig aftur fram árið 2024. Scott Dudelson/FilmMagic Rapparinn, fatahönnuðurinn og athafnamaðurinn Kanye West reið ekki feitum hesti í forsetakosningunum í Bandaríkjunum sem fram fóru síðastliðinn þriðjudag, og hverra úrslit liggja ekki enn fyrir. Þó liggur fyrir að West var ekki hlutskarpastur frambjóðenda að þessu sinni. Hann hefur sjálfur viðurkennt ósigur. Kanye virðist þó vera búinn að tilkynna um að hann hyggist reyna aftur að næsta kjörtímabili loknu. Daginn eftir kjördag tísti hann einföldum skilaboðum: „Kanye 2024.“ KANYE 2024 pic.twitter.com/Zm2pKcn12t— ye (@kanyewest) November 4, 2020 West tilkynnti framboð sitt til embættis forseta Bandaríkjanna í júlí á þessu ári. Þá sagði hann að framboðið sækti innblástur til Wakanda, sem er skáldað land úr ofurhetjuheimi Marvel. West sagði að það væri forgangsatriði í hans huga að binda endi á lögregluofbeldi í Bandaríkjunum. Ofbeldi bandarískra lögreglumanna gegn borgurum, einkum og sér í lagi svörtum borgurum, hefur lengi verið deiluefni í bandarísku samfélagi. Þá sagðist Kanye vilja fjarlægja efnablöndur úr svitalyktareyðum og tannkremi. Eins sagðist hann vilja vernda Bandaríkin með „frábærum her.“ Rapparinn víðfrægi var á kjörseðlinum í 12 af 50 ríkjum Bandaríkjanna, en framboðsfrestur flestra ríkja var honum fjötur um fót, þar sem hann var of seinn að skrá framboð sitt með lögboðnum hætti víðast hvar. Á landsvísu fékk framboð hans Afmælisflokkurinn eða Afmælisveislan (e. The Birthday Party) um 60.000 atkvæði. Það er almennt ekki nóg til þess að hreppa forsetastólinn, en þegar þetta er ritað hafa tveir atkvæðamestu frambjóðendurnir, Joe Biden fyrrverandi varaforseti og Donald Trump forseti, báðir fengið yfir 70 milljón atkvæði. Til samanburðar má benda á að Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, fékk yfir 71.000 atkvæði í forsetakosningunum hér á landi árið 2016. Flest atkvæði fékk Kanye í Tennessee, eða 10.188. Ríkið er almennt talið vígi Repúblikana. Til marks um það má benda á að Repúblikaninn Donald Trump vann þar í ár. Tennesse gefur ellefu kjörmenn í kosningakerfi Bandaríkjanna. Umdeilt framboð og andleg veikindi Framboð Kanye var umdeilt en á kosningafundum lét hann ýmis ummæli falla sem ekki féllu vel í kramið hjá stórum hópum fólks. Hann sagði meðal annars ranglega að Harriet Tubman, sem barðist fyrir afnámi þrælahalds, hafi í raun ekki frelsað þræla. Vildi Kanye meina að hún hafi „bara látið þrælana fara að vinna fyrir annað hvítt fólk.“ Þá gerði Kanye þungunarrof að umfjöllunarefni sínu á einum kosningafundanna. Þar grét hann og greindi meðal annars frá því að foreldar hans hafi íhugað þungunarrof þegar móðir hans gekk með hann, og að hann hafi viljað að eiginkona hans, Kim Kardashian West, færi í þungunarrof þegar hún gekk með elstu dóttur þeirra. Á síðasta ári greindi Kanye frá því að hann væri með geðhvarfasýki. Í kjölfarið fór eiginkona hans á samfélagsmiðla og bað fólk um að sýna veikindum hans skilning og samúð. Sagði hún að orð hans rímuðu ekki alltaf við það sem hann meinti í raun og veru. Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Hollywood Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Tork gaur: BMW neglir fallegan framenda Lífið samstarf Fleiri fréttir Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Sjá meira
Rapparinn, fatahönnuðurinn og athafnamaðurinn Kanye West reið ekki feitum hesti í forsetakosningunum í Bandaríkjunum sem fram fóru síðastliðinn þriðjudag, og hverra úrslit liggja ekki enn fyrir. Þó liggur fyrir að West var ekki hlutskarpastur frambjóðenda að þessu sinni. Hann hefur sjálfur viðurkennt ósigur. Kanye virðist þó vera búinn að tilkynna um að hann hyggist reyna aftur að næsta kjörtímabili loknu. Daginn eftir kjördag tísti hann einföldum skilaboðum: „Kanye 2024.“ KANYE 2024 pic.twitter.com/Zm2pKcn12t— ye (@kanyewest) November 4, 2020 West tilkynnti framboð sitt til embættis forseta Bandaríkjanna í júlí á þessu ári. Þá sagði hann að framboðið sækti innblástur til Wakanda, sem er skáldað land úr ofurhetjuheimi Marvel. West sagði að það væri forgangsatriði í hans huga að binda endi á lögregluofbeldi í Bandaríkjunum. Ofbeldi bandarískra lögreglumanna gegn borgurum, einkum og sér í lagi svörtum borgurum, hefur lengi verið deiluefni í bandarísku samfélagi. Þá sagðist Kanye vilja fjarlægja efnablöndur úr svitalyktareyðum og tannkremi. Eins sagðist hann vilja vernda Bandaríkin með „frábærum her.“ Rapparinn víðfrægi var á kjörseðlinum í 12 af 50 ríkjum Bandaríkjanna, en framboðsfrestur flestra ríkja var honum fjötur um fót, þar sem hann var of seinn að skrá framboð sitt með lögboðnum hætti víðast hvar. Á landsvísu fékk framboð hans Afmælisflokkurinn eða Afmælisveislan (e. The Birthday Party) um 60.000 atkvæði. Það er almennt ekki nóg til þess að hreppa forsetastólinn, en þegar þetta er ritað hafa tveir atkvæðamestu frambjóðendurnir, Joe Biden fyrrverandi varaforseti og Donald Trump forseti, báðir fengið yfir 70 milljón atkvæði. Til samanburðar má benda á að Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, fékk yfir 71.000 atkvæði í forsetakosningunum hér á landi árið 2016. Flest atkvæði fékk Kanye í Tennessee, eða 10.188. Ríkið er almennt talið vígi Repúblikana. Til marks um það má benda á að Repúblikaninn Donald Trump vann þar í ár. Tennesse gefur ellefu kjörmenn í kosningakerfi Bandaríkjanna. Umdeilt framboð og andleg veikindi Framboð Kanye var umdeilt en á kosningafundum lét hann ýmis ummæli falla sem ekki féllu vel í kramið hjá stórum hópum fólks. Hann sagði meðal annars ranglega að Harriet Tubman, sem barðist fyrir afnámi þrælahalds, hafi í raun ekki frelsað þræla. Vildi Kanye meina að hún hafi „bara látið þrælana fara að vinna fyrir annað hvítt fólk.“ Þá gerði Kanye þungunarrof að umfjöllunarefni sínu á einum kosningafundanna. Þar grét hann og greindi meðal annars frá því að foreldar hans hafi íhugað þungunarrof þegar móðir hans gekk með hann, og að hann hafi viljað að eiginkona hans, Kim Kardashian West, færi í þungunarrof þegar hún gekk með elstu dóttur þeirra. Á síðasta ári greindi Kanye frá því að hann væri með geðhvarfasýki. Í kjölfarið fór eiginkona hans á samfélagsmiðla og bað fólk um að sýna veikindum hans skilning og samúð. Sagði hún að orð hans rímuðu ekki alltaf við það sem hann meinti í raun og veru.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Hollywood Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Tork gaur: BMW neglir fallegan framenda Lífið samstarf Fleiri fréttir Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Sjá meira