Íslenski sundmaðurinn Anton Sveinn McKee náði fjórða mesta afrekinu í karlaflokki í sjöttu umferð á alþjóðlegu mótaröðinni í sundi en sá hluti ISL mótaraðarinnar fór fram í Búdapest í Ungverjalandi 1. og 2. nóvember.
Anton Sveins McKee hefur verið í miklum metaham í Búdapest og hefur breytt íslensku metaskránni nokkrum sinnum á síðustu dögum.
Íslands og Norðurlandamet Antons Sveins McKee í 200 metra bringusundi endaði í fjórða sætið yfir besta afrek karlkynssundmanna í sjötta hlutunum.
ISL (The International Swimming League) deildin var stofnuð árið 2019 og er fyrsta alþjóðlega atvinnumannadeildin í sundi. Þetta er liðakeppni en hvert lið sendir tvo sundmenn í hverja grein og sundfólkið vinnur sér inn stig eftir sætaröð.
Anton Sveinn synti tvö hundrað metra bringusund á 2.01.65 mín. Þetta var frábært sund því Þjóðverjinn Marco Koch, sem synti á tímanum 2:00:58 mín. vann besta afrekið í hlutanum.
Anton Sveinn náði þarna að bæta níu daga gamalt met sitt um átta hundraðshluta.
Anton Sveinn vakti athygli á þessu á Instagram síðu sinni en þetta mátti sjá á Instagram síðu Swimming Stats eins og sést hér fyrir neðan.
Anton hefur sett hvert Íslandsmetið á fætur öðru í sundum sínum í Búdapest og virðist vera í frábæru formi. Anton Sveinn keppir með liði Toronto Titans í ISL deildinni og er liðið í öðru sæti eftir sjötta hlutann.