Bale byrjaði í fyrsta sinn eftir endur­komuna og Totten­ham vann | Öll úr­slit kvöldsins

Anton Ingi Leifsson skrifar
Bale og Vincius fagna í kvöld en þetta var fyrsti byrjunarliðsleikur Wales-verjans eftir endurkomuna.
Bale og Vincius fagna í kvöld en þetta var fyrsti byrjunarliðsleikur Wales-verjans eftir endurkomuna. Tottenham Hotspur FC/Tottenham Hotspur FC/Getty Images)

Tottenham og Leicester byrjuðu bæði riðlakeppni Evrópudeildarinnar á 3-0 sigrum. Tottenham hafði betur gegn LASK og Leicester Zorya en bæði lið spiluðu á heimavelli.

Gareth Bale var í fyrsta sinn í byrjunarliði Tottenham eftir endurkomuna til félagsins.

Lucas Moura skoraði fyrsta markið á 18. mínútu og á 27. mínútu varð staðan 2-0 eftir sjálfsmark Andres Andrade.

Heung-Min Son kom inn af bekknum, fyrir einmitt Gareth Bale á 62. mínútu, og hann skoraði þriðja markið á 84. mínútu. Lokatölur 3-0.

James Maddison kom Leicster yfir á 29. mínútu gegn Zorya og skömmu fyrir hlé tvöfaldaði Harvey Barnes forystuna.

Það var svo Kelechi Iheanacho sem skoraði þriðja og síðasta mark leiksins á 67. mínútu. Lokatölur 3-0.

Hörður Björgvin Magnússon spilaði allan leikinn fyrir CSKA Moskvu sem gerði 1-1 jafntefli við Wolfsberger á útivelli.

Arnór Sigurðsson var ekki í leikmannahópi CSKA vegna meiðsla en í riðlinum eru einnig Dinamo Zagreb og Feyenoord.

Öll úrslit kvöldsins:

G-riðill:


Leicester - Zorya 3-0

Braga - AEK Aþena 3-0

H-riðill:

Celtic - AC Milan 1-3

Sparta Prague - Lille 1-4

I-riðill:

Maccabi Tel AViv - Qarabag 1-0

Villareal - Sivasspor 5-3

J-riðill:

Ludogorets - Royal Antwerp 1-2

Tottenham - LASK 3-0

K-riðill:

Dinamo Zagreb - Feyenoord 0-0

Wolfsberger - CSKA Moskva 1-1

L-riðill:

Hoffenheima - Crvena Zvezda 2-0

Slovan Liberec - Gent 1-0

Bein lýsing

Leikirnir
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.