Lífið

Smáhýsi eins og þú hefur líklega aldrei séð

Stefán Árni Pálsson skrifar
Það má finna allt til alls í þessu smáhýsi.
Það má finna allt til alls í þessu smáhýsi.

Lilah og Ollie eyddu nokkrum árum á ferðalagi og í leiðinni rannsökuðu þau hvernig smáhýsi þau vildu einna helst búa í.

Í kjölfarið reistu þau lygilegt smáhýsi þar sem hugsað er út hvert einasta smáatriði. Eins og staðan er eru þau staðsett í Waikato í Nýja-Sjálandi.

Umrætt smáhýsi er nokkuð stórt en það er átta metrar á lengd, þrír metrar á breidd og er lofthæðin um fjórir metrar.

Því hafa þau komið sér mjög vel fyrir í húsinu. Svefnloftið kemur til að mynda einstaklega vel út og sparar mjög mikið pláss. Eldhúsið og stofan er í raun í einu stóru og björtu rými og kemur sú hönnun mjög vel út.

Hér að neðan sjá innslag Bryce Langston fyrir þættina Living Big In A Tiny House sem birtast reglulega á YouTube.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.