Innlent

Vopnað rán á Chido

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Chido selur mexíkóskan mat við Ægissíðu.
Chido selur mexíkóskan mat við Ægissíðu.

Vopnað rán var framið á skyndibitastaðnum Chido á Ægissíðu í Vesturbæ Reykjavíkur um tvöleytið í dag. Fréttastofu bárust ábendingar frá vitnum sem sáu nokkuð fjölmennt lið lögreglumanna og sérsveitarmanna mæta á veitingastaðinn á þriðja tímanum.

Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn á aðgerðar- og skipulagsdeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að tilkynning um ránið hafi borist lögreglu klukkan tvö. Gerandi hafi hlaupið af vettvangi og nú standi yfir leit að manninum.

Lögregla leitar árásarmannsins.Vísir/Vilhelm

Guðmundur Óskar Pálsson, einn eigenda Chido, segir í samtali við Vísi að ræninginn hafi beitt hnífi og ógnað starfsmanni. Þeirra fyrsta forgangsmál sé að hlúa að starfsmanninum enda hræðilegt að lenda í svona lífsreynslu. 

Ræninginn hafi væntanlega haft einhverja tugi þúsund upp úr krafsinu. Hann vonar að lögregla hafi hendur í hári ræningjans.

Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu var ræninginn enn ófundinn klukkan 17:00 í dag.

Fréttin hefur verið uppfærð.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.