Óttast að Evrópuþjóðir séu ekki búnar undir þriðju bylgju faraldursins Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 15. október 2020 10:58 Víðast hvar í Evrópu herða menn nú á aðgerðum til að tækla þriðju bylgju faraldursins. Mike Kemp/Getty Images Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins varar nú við því að ríkisstjórnir aðildarríkja sambandsins séu óviðbúnar uppsveiflu kórónuveirufaraldursins sem nú virðist skollin á í álfunni. Varaforseti framkvæmdastjórnarinnar, Margaritis Shcinas, segir að faraldurinn sé nú að nálgast það sem var í marsmánuði og að ríkin séu ekki nægilega vel undirbúin til að mæta því. Hann biðlar því til Evrópuríkjanna að þau taki upp sameiginlega áætlun til að bregðast við faraldrinum til að koma í veg fyrir ástandið sem myndaðist á fyrstu mánuðum ársins þegar veiran fór að herja á Evrópubúa. Hundrað þúsund smit í Evrópu á degi hverjum Nú fjölgar smituðum í Evrópu um hundrað þúsund á hverjum degi sem er til að mynda mun meira en í Bandaríkjunum, þar sem nýgreind smit eru um fimmtíu þúsund daglega. Bretar tilkynntu í morgun hertar aðgerðir í höfuðborginni London frá og með miðnætti á morgun sem þýðir að fólki verður bannað að hitta aðra en fjölskyldumeðlimi sína innandyra og það hvatt til að forðast almenningssamgöngur. Skólar og tilbeiðsluhús verða þó áfram opin og sömu sögu er að segja af fyrirtækjum. Í Frakklandi verður komið á útgöngubanni í fjórar vikur í níu stórum borgum landsins. Það þýðir að íbúar Parísar, Marseille, Lyon, Toulouse, Lille og fleiri borga mega ekki fara út fyrir hússins dyr frá klukkan níu að kvöldi og fram til klukkan sex að morgni. Met falla í Tékklandi og víðar Einna verst er ástandið í Tékklandi og í gær greindust rúmlega 9500 Tékkar með veiruna, sem er nýtt met. Staðfest tilfelli kórónuveirunnar í Þýskalandi í gær voru 6.638 og hafa þau aldrei verið fleiri, en fyrra met var sett þann 28. mars síðastliðinn. Í heildina hafa nú rúmlega 350 þúsund Þjóðverjar smitast af veirunni. Ef miðað er við önnur Evrópuríki hafa Þjóðverjar komist frekar vel frá faraldrinum hingað til miðað við fólksfjölda en svo virðist sem að nú sé ástandið að versna, líkt og víðast hvar annarsstaðar í álfunni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Evrópusambandið Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Fleiri fréttir Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Sjá meira
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins varar nú við því að ríkisstjórnir aðildarríkja sambandsins séu óviðbúnar uppsveiflu kórónuveirufaraldursins sem nú virðist skollin á í álfunni. Varaforseti framkvæmdastjórnarinnar, Margaritis Shcinas, segir að faraldurinn sé nú að nálgast það sem var í marsmánuði og að ríkin séu ekki nægilega vel undirbúin til að mæta því. Hann biðlar því til Evrópuríkjanna að þau taki upp sameiginlega áætlun til að bregðast við faraldrinum til að koma í veg fyrir ástandið sem myndaðist á fyrstu mánuðum ársins þegar veiran fór að herja á Evrópubúa. Hundrað þúsund smit í Evrópu á degi hverjum Nú fjölgar smituðum í Evrópu um hundrað þúsund á hverjum degi sem er til að mynda mun meira en í Bandaríkjunum, þar sem nýgreind smit eru um fimmtíu þúsund daglega. Bretar tilkynntu í morgun hertar aðgerðir í höfuðborginni London frá og með miðnætti á morgun sem þýðir að fólki verður bannað að hitta aðra en fjölskyldumeðlimi sína innandyra og það hvatt til að forðast almenningssamgöngur. Skólar og tilbeiðsluhús verða þó áfram opin og sömu sögu er að segja af fyrirtækjum. Í Frakklandi verður komið á útgöngubanni í fjórar vikur í níu stórum borgum landsins. Það þýðir að íbúar Parísar, Marseille, Lyon, Toulouse, Lille og fleiri borga mega ekki fara út fyrir hússins dyr frá klukkan níu að kvöldi og fram til klukkan sex að morgni. Met falla í Tékklandi og víðar Einna verst er ástandið í Tékklandi og í gær greindust rúmlega 9500 Tékkar með veiruna, sem er nýtt met. Staðfest tilfelli kórónuveirunnar í Þýskalandi í gær voru 6.638 og hafa þau aldrei verið fleiri, en fyrra met var sett þann 28. mars síðastliðinn. Í heildina hafa nú rúmlega 350 þúsund Þjóðverjar smitast af veirunni. Ef miðað er við önnur Evrópuríki hafa Þjóðverjar komist frekar vel frá faraldrinum hingað til miðað við fólksfjölda en svo virðist sem að nú sé ástandið að versna, líkt og víðast hvar annarsstaðar í álfunni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Evrópusambandið Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Fleiri fréttir Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Sjá meira