Lífið

Fimmtán stærstu villur heims

Stefán Árni Pálsson skrifar
Fimmtán rosaleg hús um heim allan. 
Fimmtán rosaleg hús um heim allan. 

Efnaðasta fólk heims býr oft á tíðum í risastórum húsum eða frekar eins og höllum. Í yfirferð hjá YouTube-síðunni Top Fives er búið að taka saman fimmtán stærstu villur heims.

Ein þeirra kostar til að mynda tvo milljarðar Bandaríkjadollara eða því sem samsvarar 280 milljarða íslenskra króna.

Til að mynda er stærsta villan í Bandaríkjunum rúmlega sextán þúsund fermetrar að stærð.

Stærsta íbúðarhúsið í heiminum er í Múmbæ á Indlandi og er það 27 hæða blokk í eigu ríkasta mans Indlands, Mukesh Ambani. Að utan lítur húsið í raun út eins og fjölbýlishús en í raun er um einbýlishús að ræða.

Hér að neðan má sjá fimmtán stærstu villur heims en flestallar eru þær staðsettar í Bandaríkjunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×