Fékk stóra sekt fyrir að halda fjáröflunarkvöld og bjóða liðsfélögunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. október 2020 21:00 Darren Waller fékk stóra sekt en liðsfélagar hans hjá Las Vegas Raiders fengu það líka. Getty/Ethan Miller NFL-deildin tekur ekki vægt á brotum á sóttvarnarreglum hennar á tímum kórónuveirunnar og þeir sem gerast brotlegir finna vel fyrir því í veskinu sínu. Gott dæmi um þetta eru sektirnar sem var skellt á leikmenn Las Vegas Raiders af NFL í gær. Darren Waller er ein stærsta stjarnan í liði Las Vegas Raiders og honum er líka umhugað um samfélagið og rekur góðgerðasamtökin Darren Waller Foundation. #Raiders TE Darren Waller was fined $30,000 and several teammates were fined $15,000 each for attending Waller s recent fundraiser, at which some were photographed without masks, sources tell me, @RapSheet and @MikeGarafolo.— Tom Pelissero (@TomPelissero) October 5, 2020 Darren Waller hélt fjáröflunarkvöld á dögunum þar sem markmiðið var að safna pening fyrir ungt fólk sem glímir við áfengis- og eitulyfjavandmál. Alls söfnuðust 300 þúsund dollarar þetta kvöld eða meira en 41 milljón króna. NFL-tímabilið er í fullum krafti og það er ljóst að smit innan liðanna getur haft miklar afleiðingar eins og sást um helgina þegar fresta þurftu einum leik og seinka öðrum. Darren Waller fékk liðsfélaga sína til að mæta en fljótlega kom í ljós að þeir höfðu brotið sóttvarnarreglur NFL-deildarinnar með því að umgangast aðdáendur án þess að vera með grímur. Þetta sannaðist meðal annars á fjölda af myndum af leikmönnunum grímulausum með aðdáendum sínum. Darren Waller sjálfur fékk langhæstu sektina eða upp á 30 þúsund Bandaríkjadali. Hinir leikmennirnir fengu 15 þúsund dala sekt en það voru þeir Derek Carr, Derek Carrier, Zay Jones, Nevin Lawson, Erik Magnuson (practice squad), Foster Moreau, Nathan Peterman, Hunter Renfrow og Jason Witten. Samtals gera þetta sektir upp á 165 þúsund dollara. Sektirnar eru fyrir það að nota ekki grímur en NFL-deildin hefur í framhaldinu bannað leikmönnum deildarinnar að fara hér eftir á slíkar samkomur og eiga þeir bara að halda sig heima hjá sér eða í herbúðum síns liðs. #Raiders QB Derek Carr was among the several players who got fined, and source said his was for $15K. An expensive charity event that raised roughly $300,000. Carr was quoted as saying We should have kept the masks on, even if we are coming in and they're introducing us."— Ian Rapoport (@RapSheet) October 5, 2020 NFL Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Sport Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Hefur bætt heimsmetið um þrettán sentímetra á fimm árum Emil leggur skóna á hilluna Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Barðist degi eftir að hafa orðið fyrir bíl „Finn að ég er að fara að toppa á réttum tíma“ Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sjá meira
NFL-deildin tekur ekki vægt á brotum á sóttvarnarreglum hennar á tímum kórónuveirunnar og þeir sem gerast brotlegir finna vel fyrir því í veskinu sínu. Gott dæmi um þetta eru sektirnar sem var skellt á leikmenn Las Vegas Raiders af NFL í gær. Darren Waller er ein stærsta stjarnan í liði Las Vegas Raiders og honum er líka umhugað um samfélagið og rekur góðgerðasamtökin Darren Waller Foundation. #Raiders TE Darren Waller was fined $30,000 and several teammates were fined $15,000 each for attending Waller s recent fundraiser, at which some were photographed without masks, sources tell me, @RapSheet and @MikeGarafolo.— Tom Pelissero (@TomPelissero) October 5, 2020 Darren Waller hélt fjáröflunarkvöld á dögunum þar sem markmiðið var að safna pening fyrir ungt fólk sem glímir við áfengis- og eitulyfjavandmál. Alls söfnuðust 300 þúsund dollarar þetta kvöld eða meira en 41 milljón króna. NFL-tímabilið er í fullum krafti og það er ljóst að smit innan liðanna getur haft miklar afleiðingar eins og sást um helgina þegar fresta þurftu einum leik og seinka öðrum. Darren Waller fékk liðsfélaga sína til að mæta en fljótlega kom í ljós að þeir höfðu brotið sóttvarnarreglur NFL-deildarinnar með því að umgangast aðdáendur án þess að vera með grímur. Þetta sannaðist meðal annars á fjölda af myndum af leikmönnunum grímulausum með aðdáendum sínum. Darren Waller sjálfur fékk langhæstu sektina eða upp á 30 þúsund Bandaríkjadali. Hinir leikmennirnir fengu 15 þúsund dala sekt en það voru þeir Derek Carr, Derek Carrier, Zay Jones, Nevin Lawson, Erik Magnuson (practice squad), Foster Moreau, Nathan Peterman, Hunter Renfrow og Jason Witten. Samtals gera þetta sektir upp á 165 þúsund dollara. Sektirnar eru fyrir það að nota ekki grímur en NFL-deildin hefur í framhaldinu bannað leikmönnum deildarinnar að fara hér eftir á slíkar samkomur og eiga þeir bara að halda sig heima hjá sér eða í herbúðum síns liðs. #Raiders QB Derek Carr was among the several players who got fined, and source said his was for $15K. An expensive charity event that raised roughly $300,000. Carr was quoted as saying We should have kept the masks on, even if we are coming in and they're introducing us."— Ian Rapoport (@RapSheet) October 5, 2020
NFL Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Sport Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Hefur bætt heimsmetið um þrettán sentímetra á fimm árum Emil leggur skóna á hilluna Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Barðist degi eftir að hafa orðið fyrir bíl „Finn að ég er að fara að toppa á réttum tíma“ Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sjá meira