Skoruðu sigur­markið eftir að búið var að flauta til leiks­loka

Anton Ingi Leifsson skrifar
Bruno tryggir stigin þrjú.
Bruno tryggir stigin þrjú. vísir/getty

Manchester United er komin með sín fyrstu þrjú stig á þessari leiktíð eftir rosalegan 3-2 sigur á Brighton á útivelli í dag.

Það byrjaði ekki vel fyrir United því eftir VARsjáskoðun var dæmd vítaspyrna á 40. mínútu sem Neaul Maupay skoraði úr.

Gestirnir frá Manchester jöfnuðu þó fyrir hlé er Lewis Dunk skoraði sjálfsmark og allt var jafnt er liðin gengu til búningsherbergja.

Liðsmenn United héldu að þeir væru að komast yfir á 52. mínútu er Marcus Rashford kom boltanum í netið en markið var svo dæmt af eftir VAR.

Fjórum mínútum síðar náði þó Rashford að skora og koma United í 2-1 með flottu marki. Solly March jafnaði metin á fimmtu mínútu uppbótartíma og flestir héldu að lokatölurnar yrðu 2-2.

Allt kom fyrir ekki. Eftir að Chris Kavanagh, dómari leiksins, hafði flautað til leiksloka hljóp hún út að VAR-skjánum og endaði á því að dæma vítaspyrnu Man. United í hag.

Á punktinn steig að sjálfsögðu Bruno Fernandes og skoraði. Tryggði því United sigurinn á 96. mínútu og fyrstu stig United í hús þessa leiktíðina.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira