Fór að hágráta eftir að hún hitti Kim Kardashian á Íslandi Stefán Árni Pálsson skrifar 25. september 2020 12:30 Sjálfan sem Birta náði með Kim heppnaðist fullkomnlega. Sunneva Einarsdóttir og Birta Líf Ólafsdóttir byrjuðu með hlaðvarðsþáttinn Teboðið á dögunum. Sunneva er einn allra vinsælasti áhrifavaldur landsins og er hún með yfir 45 þúsund fylgjendur á Instagram og er Birta Líf einnig nokkuð vinsæl á þeim vettvangi. Í þáttunum ræða þær um slúðrið í hinum stóra Hollywood heimi. Í fjórða þættinum töluðu þeir um hverjir væru í innsta hring Kardashian fjölskyldunnar og þá sagði Birta frá því þegar hún hitti Kim Kardashian. Árið 2016 mættu Kim Kardashian, Kanye West, Kourtney Kardashian og fleiri í þeirra gengi til landsins. Birta sá einn úr hópnum setja stutt snap inn og áttaði sig strax á því hvar hópurinn væri. „Ég sagði við Gunna kærastan minn að mig langaði í bakarísmat í morgunmat. Við bjuggum þarna í Hlíðunum og það var bakarí við hliðin á okkur. En ég sagðist vilja bakarísmat í einu rosalega góðu bakaríi í miðbænum,“ segir Birta sem náði þannig að plata kærastan til þess að koma með sér niður í bæ í þeirri von um að hitta hópinn. Sorry, þetta er ekki að fara gerast „Ég lagði bílnum mínum síðan í þessari götu og við sjáum strax þessa fínu bíla lagða þarna fyrir utan hótelið og ég segi við hann, getum við hinkrað hérna í smá stund. Hann svarar mér, bara hérna úti á miðri götu? og þá sagði ég honum af hverju við værum þarna. Svo kemur enginn út úr húsinu og hann verður mjög pirraður og svangur og gefst upp. Við förum og setjumst inn á eitthvað bakarí.“ Svo þegar þau voru búin að borða gengu þau til baka að bílnum. Þá var eitthvað af fólki mætt þarna fyrir utan hótelið og kærastinn hennar samþykkir að bíða í tíu mínútur inni í bíl og enginn kemur. „Við keyrum þá heim og þegar ég er komin fyrir utan heima segi ég við Gunna, nei þetta er ekki að fara gerast, sorry. Ég er ekki að fara vera hér á þessu landi á sama tíma og hún og hitta hana ekki. Ég tek u-beygju fyrir utan heima og bruna aftur niður í bæ. Þegar við erum komin aftur niður í bæ sé ég að það er risastór trukkur mættur. Svo sé ég myndatökuteymið koma út. Ég ákveð þá að leggja bílnum mínum fyrir framan trukkinn svo að trukkurinn fari ekki fet. Ég lagði bílnum fyrir svo að Kim kæmist ekki í burtu frá mér.“ Stuttu síðar kemur hópurinn út úr hótelinu. „Fyrst kemur Kourtney og síðan Kanye. Ég varð að fórna þeim tveimur og reyndi ekkert að tala við þau. Ég varð að hitta Kim. Svo kemur Kim og ég hugsa bara fokk it og pota í öxlina á henni. Um leið og ég er búin að snerta á henni öxlina hugsa ég, hvað ég andskotanum er ég búin að gera. Það er einhver vörður að koma núna og berja mig. Ég segi við hana, má ég taka selfie með þér? og hún svarar strax, auðvitað elskan mín. Ég næ myndinni og hleyp inn í bíl og færi bílinn minn svo þau yrðu ekki brjáluð út í mig. Svo fer ég bara að hágráta.“ Ástæðan fyrir því af hverju Birta fór að gráta var að hún óttaðist að myndin af þeim tveimur saman væri ekki í fókus en sem betur fer náðist frábær mynd. Hér að neðan má sjá þáttinn. Teboðið Mest lesið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Lífið „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Fleiri fréttir Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Sjá meira
Sunneva Einarsdóttir og Birta Líf Ólafsdóttir byrjuðu með hlaðvarðsþáttinn Teboðið á dögunum. Sunneva er einn allra vinsælasti áhrifavaldur landsins og er hún með yfir 45 þúsund fylgjendur á Instagram og er Birta Líf einnig nokkuð vinsæl á þeim vettvangi. Í þáttunum ræða þær um slúðrið í hinum stóra Hollywood heimi. Í fjórða þættinum töluðu þeir um hverjir væru í innsta hring Kardashian fjölskyldunnar og þá sagði Birta frá því þegar hún hitti Kim Kardashian. Árið 2016 mættu Kim Kardashian, Kanye West, Kourtney Kardashian og fleiri í þeirra gengi til landsins. Birta sá einn úr hópnum setja stutt snap inn og áttaði sig strax á því hvar hópurinn væri. „Ég sagði við Gunna kærastan minn að mig langaði í bakarísmat í morgunmat. Við bjuggum þarna í Hlíðunum og það var bakarí við hliðin á okkur. En ég sagðist vilja bakarísmat í einu rosalega góðu bakaríi í miðbænum,“ segir Birta sem náði þannig að plata kærastan til þess að koma með sér niður í bæ í þeirri von um að hitta hópinn. Sorry, þetta er ekki að fara gerast „Ég lagði bílnum mínum síðan í þessari götu og við sjáum strax þessa fínu bíla lagða þarna fyrir utan hótelið og ég segi við hann, getum við hinkrað hérna í smá stund. Hann svarar mér, bara hérna úti á miðri götu? og þá sagði ég honum af hverju við værum þarna. Svo kemur enginn út úr húsinu og hann verður mjög pirraður og svangur og gefst upp. Við förum og setjumst inn á eitthvað bakarí.“ Svo þegar þau voru búin að borða gengu þau til baka að bílnum. Þá var eitthvað af fólki mætt þarna fyrir utan hótelið og kærastinn hennar samþykkir að bíða í tíu mínútur inni í bíl og enginn kemur. „Við keyrum þá heim og þegar ég er komin fyrir utan heima segi ég við Gunna, nei þetta er ekki að fara gerast, sorry. Ég er ekki að fara vera hér á þessu landi á sama tíma og hún og hitta hana ekki. Ég tek u-beygju fyrir utan heima og bruna aftur niður í bæ. Þegar við erum komin aftur niður í bæ sé ég að það er risastór trukkur mættur. Svo sé ég myndatökuteymið koma út. Ég ákveð þá að leggja bílnum mínum fyrir framan trukkinn svo að trukkurinn fari ekki fet. Ég lagði bílnum fyrir svo að Kim kæmist ekki í burtu frá mér.“ Stuttu síðar kemur hópurinn út úr hótelinu. „Fyrst kemur Kourtney og síðan Kanye. Ég varð að fórna þeim tveimur og reyndi ekkert að tala við þau. Ég varð að hitta Kim. Svo kemur Kim og ég hugsa bara fokk it og pota í öxlina á henni. Um leið og ég er búin að snerta á henni öxlina hugsa ég, hvað ég andskotanum er ég búin að gera. Það er einhver vörður að koma núna og berja mig. Ég segi við hana, má ég taka selfie með þér? og hún svarar strax, auðvitað elskan mín. Ég næ myndinni og hleyp inn í bíl og færi bílinn minn svo þau yrðu ekki brjáluð út í mig. Svo fer ég bara að hágráta.“ Ástæðan fyrir því af hverju Birta fór að gráta var að hún óttaðist að myndin af þeim tveimur saman væri ekki í fókus en sem betur fer náðist frábær mynd. Hér að neðan má sjá þáttinn.
Teboðið Mest lesið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Lífið „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Fleiri fréttir Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Sjá meira