Katrín Tanja sýndi okkur tígrisdýraaugun sín og að hún sé tilbúin í alvöru keppni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. september 2020 08:00 Katrín Tanja Davíðsdóttir hefur enga áhorfendur til að hvetja sig áfram eins og á heimsleikum fyrri ára. Mynd/Instagram Það ætti enginn að afskrifa keppniskonuna Katrínu Tönju Davíðsdóttir sem hefur verið meðal fimm efstu á heimsleikunum undanfarin fimm ár. Katrín Tanja Davíðsdóttir er klár í sína áttundu heimsleika í CrossFit sem hefjast á morgun. Katrín Tanja er eini íslenski keppandinn sem er staddur út í Bandaríkjunum. Katrín Tanja Davíðsdóttir er tvöfaldur heimsmeistari sem hefur verið á topp fimm á fimm síðustu heimsleikum. Samt hafa ekki alltof margir trú á því að hún komist í fimm manna ofurúrslitin á leikunum í ár. Katrín Tanja vann heimsmeistaratitilinn 2015 og 2016, varð í þriðja sæti árið 2018 og loks í fjórða sætinu í fyrra. Versti árangur hennar undanfarin fimm ár var fimmta sætið árið 2017. Það myndi duga henni inn í úrslitin um heimsmeistaratitilinn í ár. Katrín Tanja skýtur aðeins á þessar hrakfaraspár í nýrri færslu sinni á Instagram reikningi sínum sem sjá má hér fyrir neðan. Það má segja að Katrín Tanja sýni tígrisdýraaugun sín í þessu myndbandi eða „Eye Of The Tiger“ eins og bandaríska hljómsveitin Survivor söng svo eftirminnilega um í myndinni Rocky III árið 1982. View this post on Instagram Stack the odds against me & this is what comes out. // 2 days & I am ready to COMPETE! - #RYouRogue @roguefitness @rogueinvitational A post shared by Katri n Tanja Davi ðsdo ttir (@katrintanja) on Sep 16, 2020 at 8:34am PDT „Segið að ég eigi ekki mikla möguleika og þá kemur þetta fram. Tveir dagar í þetta og ég er tilbúin í það að keppa,“ skrifaði Katrín Tanja í gær og birti með myndband af sér frá því á Rogue Invitational í fyrra þar sem hún er á miklum spretti. Í myndbandinu leynir sér ekkert að þar er á ferðinni mikil keppniskona og þar má líka sjá tígrísdýra augnaráðið sem CrossFit sérfræðingurinn Armen Hammer talaði um á dögunum. Armen Hammer spáir nefnilega Katrínu Tönju áfram í úrslitin og er einn af fáum spekingum sem gerir það. „Hún hefur ekki átt frábært ár en ég held að Katrín hafi auga tígrisdýrsins þegar hún hugsar: Enginn trúir á mig,“ sagði Armen Hammer sem hefur mikla trú á andlegum styrk og keppnishörku íslensku CrossFit stjörnunnar. „Ég held að hún hafi möguleika á því að blómstra í þessu umhverfi þar sem kannski margir aðrir keppendur muni lenda í vandræðum,“ sagði Armen Hammer ennfremur og nú er bara að vona að spá hans rætist. CrossFit Mest lesið Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez NFL-stjarna dæmd fyrir þátt í hundaati Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Eir og Ísold mæta á EM Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Sjá meira
Það ætti enginn að afskrifa keppniskonuna Katrínu Tönju Davíðsdóttir sem hefur verið meðal fimm efstu á heimsleikunum undanfarin fimm ár. Katrín Tanja Davíðsdóttir er klár í sína áttundu heimsleika í CrossFit sem hefjast á morgun. Katrín Tanja er eini íslenski keppandinn sem er staddur út í Bandaríkjunum. Katrín Tanja Davíðsdóttir er tvöfaldur heimsmeistari sem hefur verið á topp fimm á fimm síðustu heimsleikum. Samt hafa ekki alltof margir trú á því að hún komist í fimm manna ofurúrslitin á leikunum í ár. Katrín Tanja vann heimsmeistaratitilinn 2015 og 2016, varð í þriðja sæti árið 2018 og loks í fjórða sætinu í fyrra. Versti árangur hennar undanfarin fimm ár var fimmta sætið árið 2017. Það myndi duga henni inn í úrslitin um heimsmeistaratitilinn í ár. Katrín Tanja skýtur aðeins á þessar hrakfaraspár í nýrri færslu sinni á Instagram reikningi sínum sem sjá má hér fyrir neðan. Það má segja að Katrín Tanja sýni tígrisdýraaugun sín í þessu myndbandi eða „Eye Of The Tiger“ eins og bandaríska hljómsveitin Survivor söng svo eftirminnilega um í myndinni Rocky III árið 1982. View this post on Instagram Stack the odds against me & this is what comes out. // 2 days & I am ready to COMPETE! - #RYouRogue @roguefitness @rogueinvitational A post shared by Katri n Tanja Davi ðsdo ttir (@katrintanja) on Sep 16, 2020 at 8:34am PDT „Segið að ég eigi ekki mikla möguleika og þá kemur þetta fram. Tveir dagar í þetta og ég er tilbúin í það að keppa,“ skrifaði Katrín Tanja í gær og birti með myndband af sér frá því á Rogue Invitational í fyrra þar sem hún er á miklum spretti. Í myndbandinu leynir sér ekkert að þar er á ferðinni mikil keppniskona og þar má líka sjá tígrísdýra augnaráðið sem CrossFit sérfræðingurinn Armen Hammer talaði um á dögunum. Armen Hammer spáir nefnilega Katrínu Tönju áfram í úrslitin og er einn af fáum spekingum sem gerir það. „Hún hefur ekki átt frábært ár en ég held að Katrín hafi auga tígrisdýrsins þegar hún hugsar: Enginn trúir á mig,“ sagði Armen Hammer sem hefur mikla trú á andlegum styrk og keppnishörku íslensku CrossFit stjörnunnar. „Ég held að hún hafi möguleika á því að blómstra í þessu umhverfi þar sem kannski margir aðrir keppendur muni lenda í vandræðum,“ sagði Armen Hammer ennfremur og nú er bara að vona að spá hans rætist.
CrossFit Mest lesið Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez NFL-stjarna dæmd fyrir þátt í hundaati Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Eir og Ísold mæta á EM Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Sjá meira