Lífið

Fal­legt smá­hýsi með ein­stak­lega vel heppnuðu barna­leik­svæði

Stefán Árni Pálsson skrifar
Smekkleg hönnun hjá parinu.
Smekkleg hönnun hjá parinu.

Á YouTube-síðunni Living Big In A Tiny House hittir þáttastjórnandinn Bryce Langston fólk sem býr í litlu rými en nær að nýta sér plássið vel.

Að þessu sinni heimsótti Langston þau Julie og Dan sem búa í smáhýsi sem þau byggðu sjálf.

Parið á saman tvö börn og hafa þau hannað einstakt barnaloft á efri hæð hússins.

Allt er hannað með tilliti til þess að hafa húsið eins sjálfbært og mögulegt er. Því notast þau aðeins við sólarorku þegar kemur að rafmagninu.

Hér að neðan má sjá umfjöllun um húsið.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.