Lífið

Fóru ítarlega yfir andfýlu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Gauti og Arnar gáfu út fimmta þáttinn fyrir helgi.
Gauti og Arnar gáfu út fimmta þáttinn fyrir helgi.

Rappararnir Emmsjé Gauti og Arnar Freyr úr hljómsveitinni Úlfur Úlfur byrjuðu nýlega með hlaðvarpið Podkastalinn. Nafnið vísar í síðdegisútvarpsþáttinn Kastalann sem strákarnir stýrðu fyrir 6 árum á KissFM. Í þættinum fara þeir um víðan völl, segja sögur af sjálfum sér og ræða það sem þeir kalla litlu málin.

Nýjasti þátturinn, sá fimmti í röðinni er tekin upp snemma að morgni og verður það kveikjan að fróðlegri umræðu um þau atriði sem einkenna ákjósanlega morgunrútínu. Margir þekkja það að vera andfúlir á morgnana en ástæða þess er oftast munnþurrkur sem veldur því að bakteríur eiga auðveldara með að safnast fyrir og valda andremmu. Þótt þetta sé staðreynd eru strákarnir með sína eigin kenningu um ástæðu morgunandfýlu. Þessa kenningu má heyra í klippunni hér fyrir neðan.

Kakó seremóníur/athafnir þykja sumum allra meina bót, en það er í grófum dráttum þegar hópur fólks kemur saman til að innbyrða 100% hreint kakó og taka vandlega til innra með sér. Samkvæmt sérfræðingum í þessum efnum hefur kakó í sínu tærasta formi svokölluð hjartaopnandi áhrif og er það því vinsælt hjá þeim sem áhuga hafa á andlegri velferð.

Gauti las upp úr hluta af Facebook stöðuuppfærslu hjá einstaklingi sem var allt annað en sáttur við sína upplifun af slíkri athöfn sem hann sótti nýlega. Þótt málið sé alvarlegt verður því ekki neitað að það er margt heldur spauglegt í frásögn einstaklingsins, en meðal annars missti hann gjörsamlega stjórn á sínum dýrslegu hvötum og stundaði sjálfsfróun í heil fimm skipti í röð.

Hér að neðan má hlusta á þáttinn í heild sinni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.