Tom Brady tapaði og New England Patriots vann án Tom Brady Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. september 2020 11:30 Þetta var ekki góður sunnudagur fyrir Tom Brady. AP/Brett Duke Mörg augu voru á Tom Brady í fyrstu umferð NFL-deildarinnar í gær, bæði honum sjálfum með hans nýja liði Tampa Bay Buccaneers en líka á hans gamla liði New England Patriots. NFL-deildin er farin aftur á stað en í gær og nótt fór fram fjöldi leikja í fyrstu umferð á nýju tímabili sem fór klakklaust af stað þrátt fyrir heimsfaraldurinn. Tom Brady spilaði sinn fyrsta leik í NFL-deildinni með öðru liði en New England Patriots sem þurfti á sama tíma að spjara sig án hans. Úrslitin í gær voru hinum 43 ára gamla Tom Brady ekki hagstæð. CAAAAAAAAAAAM!@CameronNewton scores his first touchdown with the @Patriots! #GoPats : #MIAvsNE on CBS : NFL app // Yahoo Sports app: https://t.co/DTlgEUZamw pic.twitter.com/Iy67tjNvO6— NFL (@NFL) September 13, 2020 Cam Newton, nýr leikstjórnandi New England Patriots, leiddi sitt lið til 21-11 sigurs á Miami Dolphins en Tom Brady og félagar í Tampa Bay Buccaneers þurftu að sætta sig við 34-23 tap á móti New Orleans Saints. Cam Newton sýndi gamla takta og skoraði meðal annars tvö snertimörk sjálfur með því að hlaupa með boltann í markið. Tom Brady minnti aftur á móti frekar á fyrirrennara sinn Jameis Winston sem Tampa Bay Buccaneers fórnaði af því að hann var alltaf að henda boltanum frá sér. Tom Brady kastaði boltanum tvisvar frá sér í leiknum en þetta er í fyrsta sinn síðan árið 2003 sem hann tapar tveimur boltum í fyrsta leik tímabilsins. Janoris Jenkins jumps in front for the pick-6! #Saints : #TBvsNO on FOX : NFL app // Yahoo Sports app: https://t.co/5o8cWoN1yf pic.twitter.com/59dxseKWNC— NFL (@NFL) September 13, 2020 Hlauparinn Alvin Kamara skoraði tvö snertimörk fyrir New Orleans Saints og hinn 41 árs gamli Drew Brees leiddi lið sitt til sigurs. Þarna voru því að mætast tveir leikstjórnendur á fimmtugsaldri en það hafði aldrei gerst áður. Leikstjórnendurnir Lamar Jackson, Russell Wilson og Aaron Rodgers átti allir flotta leik í sigrum sinna liða. Lamar Jackson átti þrjár snertimarkssendingar í 38-6 stórsigri Baltimore Ravens á Cleveland Browns, 31 af 35 sendingum Russell Wilson heppnuðust og hann gaf fjórar snertimarkssendingar í 38-25 sigri Seattle Seahawks á Atlanta Falcons og þá gaf Aaron Rodgers þrjár af fjórum snertimarksendingum sínum á Davante Adams þegar Green Bay Packers vann 43-34 sigur á Minnesota Vikings. Það voru líka óvænt úrslit því Jacksonville Jaguars og Washington Football Team unnu bæði sína leiki en flestir höfðu búist við mjög erfiðum tímabilum hjá þeim. Þau lenti bæði undir í sínum leikjum en komu til baka og unnu stemmningssigra. Los Angeles Rams vígði líka nýja leikvanginn sinn með sigri á bitlausu liði Dallas Cowboys. FINAL: The @RamsNFL win their home opener! #DALvsLAR #RamsHouse (by @Lexus) pic.twitter.com/y5p9dNd01E— NFL (@NFL) September 14, 2020 History. pic.twitter.com/ytAMjtNKUc— Las Vegas Raiders (@Raiders) September 13, 2020 Öll úrslitin í NFL-deildinni í nótt: Los Angeles Rams - Dallas Cowboys 20-17 Atlanta Falcons - Seattle Seahawks 25-38 Baltimore Ravens - Cleveland Browns 38-6 Buffalo Bills - New York Jets 27-17 Carolina Panthers - Las Vegas Raiders 30-34 Detroit Lions - Chicago Bears 23-27 Jacksonville Jaguars - Indianapolis Colts 27-20 Minnesota Vikings - Green Bay Packers 34-43 New England Patriots - Miami Dolphins 21-11 Washington Football Team - Philadelphia Eagles 27-17 Cincinnati Bengals - Los Angeles Chargers 13-16 New Orleans Saints - Tampa Bay Buccaneers 34-23 San Francisco 49ers - Arizona Cardinals 20-24 NFL Mest lesið Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Fótbolti „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Átta bestu berjast í beinni á Bullseye Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Sjá meira
Mörg augu voru á Tom Brady í fyrstu umferð NFL-deildarinnar í gær, bæði honum sjálfum með hans nýja liði Tampa Bay Buccaneers en líka á hans gamla liði New England Patriots. NFL-deildin er farin aftur á stað en í gær og nótt fór fram fjöldi leikja í fyrstu umferð á nýju tímabili sem fór klakklaust af stað þrátt fyrir heimsfaraldurinn. Tom Brady spilaði sinn fyrsta leik í NFL-deildinni með öðru liði en New England Patriots sem þurfti á sama tíma að spjara sig án hans. Úrslitin í gær voru hinum 43 ára gamla Tom Brady ekki hagstæð. CAAAAAAAAAAAM!@CameronNewton scores his first touchdown with the @Patriots! #GoPats : #MIAvsNE on CBS : NFL app // Yahoo Sports app: https://t.co/DTlgEUZamw pic.twitter.com/Iy67tjNvO6— NFL (@NFL) September 13, 2020 Cam Newton, nýr leikstjórnandi New England Patriots, leiddi sitt lið til 21-11 sigurs á Miami Dolphins en Tom Brady og félagar í Tampa Bay Buccaneers þurftu að sætta sig við 34-23 tap á móti New Orleans Saints. Cam Newton sýndi gamla takta og skoraði meðal annars tvö snertimörk sjálfur með því að hlaupa með boltann í markið. Tom Brady minnti aftur á móti frekar á fyrirrennara sinn Jameis Winston sem Tampa Bay Buccaneers fórnaði af því að hann var alltaf að henda boltanum frá sér. Tom Brady kastaði boltanum tvisvar frá sér í leiknum en þetta er í fyrsta sinn síðan árið 2003 sem hann tapar tveimur boltum í fyrsta leik tímabilsins. Janoris Jenkins jumps in front for the pick-6! #Saints : #TBvsNO on FOX : NFL app // Yahoo Sports app: https://t.co/5o8cWoN1yf pic.twitter.com/59dxseKWNC— NFL (@NFL) September 13, 2020 Hlauparinn Alvin Kamara skoraði tvö snertimörk fyrir New Orleans Saints og hinn 41 árs gamli Drew Brees leiddi lið sitt til sigurs. Þarna voru því að mætast tveir leikstjórnendur á fimmtugsaldri en það hafði aldrei gerst áður. Leikstjórnendurnir Lamar Jackson, Russell Wilson og Aaron Rodgers átti allir flotta leik í sigrum sinna liða. Lamar Jackson átti þrjár snertimarkssendingar í 38-6 stórsigri Baltimore Ravens á Cleveland Browns, 31 af 35 sendingum Russell Wilson heppnuðust og hann gaf fjórar snertimarkssendingar í 38-25 sigri Seattle Seahawks á Atlanta Falcons og þá gaf Aaron Rodgers þrjár af fjórum snertimarksendingum sínum á Davante Adams þegar Green Bay Packers vann 43-34 sigur á Minnesota Vikings. Það voru líka óvænt úrslit því Jacksonville Jaguars og Washington Football Team unnu bæði sína leiki en flestir höfðu búist við mjög erfiðum tímabilum hjá þeim. Þau lenti bæði undir í sínum leikjum en komu til baka og unnu stemmningssigra. Los Angeles Rams vígði líka nýja leikvanginn sinn með sigri á bitlausu liði Dallas Cowboys. FINAL: The @RamsNFL win their home opener! #DALvsLAR #RamsHouse (by @Lexus) pic.twitter.com/y5p9dNd01E— NFL (@NFL) September 14, 2020 History. pic.twitter.com/ytAMjtNKUc— Las Vegas Raiders (@Raiders) September 13, 2020 Öll úrslitin í NFL-deildinni í nótt: Los Angeles Rams - Dallas Cowboys 20-17 Atlanta Falcons - Seattle Seahawks 25-38 Baltimore Ravens - Cleveland Browns 38-6 Buffalo Bills - New York Jets 27-17 Carolina Panthers - Las Vegas Raiders 30-34 Detroit Lions - Chicago Bears 23-27 Jacksonville Jaguars - Indianapolis Colts 27-20 Minnesota Vikings - Green Bay Packers 34-43 New England Patriots - Miami Dolphins 21-11 Washington Football Team - Philadelphia Eagles 27-17 Cincinnati Bengals - Los Angeles Chargers 13-16 New Orleans Saints - Tampa Bay Buccaneers 34-23 San Francisco 49ers - Arizona Cardinals 20-24
Öll úrslitin í NFL-deildinni í nótt: Los Angeles Rams - Dallas Cowboys 20-17 Atlanta Falcons - Seattle Seahawks 25-38 Baltimore Ravens - Cleveland Browns 38-6 Buffalo Bills - New York Jets 27-17 Carolina Panthers - Las Vegas Raiders 30-34 Detroit Lions - Chicago Bears 23-27 Jacksonville Jaguars - Indianapolis Colts 27-20 Minnesota Vikings - Green Bay Packers 34-43 New England Patriots - Miami Dolphins 21-11 Washington Football Team - Philadelphia Eagles 27-17 Cincinnati Bengals - Los Angeles Chargers 13-16 New Orleans Saints - Tampa Bay Buccaneers 34-23 San Francisco 49ers - Arizona Cardinals 20-24
NFL Mest lesið Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Fótbolti „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Átta bestu berjast í beinni á Bullseye Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Sjá meira