Ragnar Þór: Röskun á skólastarfi fer eftir ytri aðstæðum og hvort fólk sýni samfélagslega ábyrgð Atli Ísleifsson skrifar 15. mars 2020 16:14 Ragnar Þór Pétursson var einn þeirra sem sat fyrir svörum á upplýsingafundi almennavarna vegna veirunnar klukkan 14. Ragnar Þór Pétursson, formaður Kennarasambands Íslands, hefur biðlað til bæði almennings og atvinnulífsins um að sýna sveigjanleika í þeirri baráttu sem framundan er í tengslum við útbreiðslu kórónuveirunnar. Ragnar Þór var einn þeirra sem sat fyrir svörum á upplýsingafundi almennavarna vegna veirunnar klukkan 14. Hann sagði yfirlýsingu að vænta frá skólayfirvöldum um hvernig skólastarfi yrði háttað. Hann sagði að skólakerfið muni raskast, en að umfangið færi eftir ytri aðstæðum og hvort fólk sýni samfélagslega ábyrgð. Sagði Ragnar að álagið yrði mest á leikskólastiginu. „Mig langar að höfða til ábyrgðarkenndar almennings og sérstaklega atvinnulífsins með það að ef fólk er í aðstöðu til þess að vinna heima, að veita sveigjanleika og halda leikskólabörnum heima - gerið það,“ sagði Ragnar Þór.Foreldrar bregðist við Ragnar Þór segir mikilvægt að foreldrar geti brugðist við því ef börn þurfi að vera heima. Ekki skuli senda börn til ömmu og afa af augljósum ástæðum, en eldra fólk er sérstaklega viðkvæmt fyrir veirunni. Formaðurinn sagði engar töfralausnir vera í stöðunni og varaði hann við yfirlýsingum þess efnis. Það sé ekki svo að það sé hægt að skella öllu námi í fjarnám.Sumir kennarar í áhættuhópi Öryggi og velferð allra sé forgangsmál og það sé uppörvandi að sjá hópa kennara bjóða fram aðstoð sína til kollega. Kennarasambandið muni aðstoða við slíkt samstarf eftir fremsta megni. Hann nefndi sömuleiðis að það sé ljóst að sumir kennarar séu í áhættuhópi og slíkt þurfi að virða. Einhugur sé innan Kennarasambandsins um það. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Ragnar Þór Pétursson, formaður Kennarasambands Íslands, hefur biðlað til bæði almennings og atvinnulífsins um að sýna sveigjanleika í þeirri baráttu sem framundan er í tengslum við útbreiðslu kórónuveirunnar. Ragnar Þór var einn þeirra sem sat fyrir svörum á upplýsingafundi almennavarna vegna veirunnar klukkan 14. Hann sagði yfirlýsingu að vænta frá skólayfirvöldum um hvernig skólastarfi yrði háttað. Hann sagði að skólakerfið muni raskast, en að umfangið færi eftir ytri aðstæðum og hvort fólk sýni samfélagslega ábyrgð. Sagði Ragnar að álagið yrði mest á leikskólastiginu. „Mig langar að höfða til ábyrgðarkenndar almennings og sérstaklega atvinnulífsins með það að ef fólk er í aðstöðu til þess að vinna heima, að veita sveigjanleika og halda leikskólabörnum heima - gerið það,“ sagði Ragnar Þór.Foreldrar bregðist við Ragnar Þór segir mikilvægt að foreldrar geti brugðist við því ef börn þurfi að vera heima. Ekki skuli senda börn til ömmu og afa af augljósum ástæðum, en eldra fólk er sérstaklega viðkvæmt fyrir veirunni. Formaðurinn sagði engar töfralausnir vera í stöðunni og varaði hann við yfirlýsingum þess efnis. Það sé ekki svo að það sé hægt að skella öllu námi í fjarnám.Sumir kennarar í áhættuhópi Öryggi og velferð allra sé forgangsmál og það sé uppörvandi að sjá hópa kennara bjóða fram aðstoð sína til kollega. Kennarasambandið muni aðstoða við slíkt samstarf eftir fremsta megni. Hann nefndi sömuleiðis að það sé ljóst að sumir kennarar séu í áhættuhópi og slíkt þurfi að virða. Einhugur sé innan Kennarasambandsins um það.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira