Engir krakkar fá að fylgja leikmönnum inn á Anfield um helgina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. mars 2020 11:45 Þeir krakkar sem áttu að fá að fylgja hetjunum sínum inn á Anfield á morgun þurfa að sitja heima. Getty/Jan Kruger Liverpool hefur ákveðið að lukkudýrin á heimaleikjum liðsins séu komin í frí vegna Kórónuveirunnar. Enska úrvalsdeildin ákvað í gær að banna öll handabönd í kringum leikina um helgina. Leikmenn munu því ekki heilsast fyrir leik eins og vanalega eða þakka dómurum fyrir leikinn með hefðbundnum hætti. Liverpool hefur einnig brugðist aukalega við hættunni vegna útbreiðslu Kórónuveirunnar COVID-19 en það verða engir litlir fótboltakrakkar sem fylgja liðunum inn á völlinn fyrir leikinn á móti Bournemouth á morgun. Þetta er örugglega mjög sárt og svekkjandi fyrir þá krakka sem áttu að fylgja liðunum inn á völlinn á morgun enda eflaust löngu ákveðið hverjir þeir voru. In recent weeks, there has been a rise of confirmed COVID-19 (novel coronavirus) cases around the world. We have several new measures in place across LFC operations to help prevent the spread of the virus and protect the health of our employees.— Liverpool FC (@LFC) March 5, 2020 Bresk stjórnvöld settu pressu á ensku úrvalsdeildarliðin til að gera ráðstafanir hjá sér vegna Kórónuveirunnar og hafa þau orðið við því. Liverpool hefur tekið mjög ákveðið á þessum málum. Liverpool hefur bannað öllum starfsmönnum sínum að ferðast til landa þar sem mikil áhætta er að smitast af Kórónuveirunni og minnir alla sem koma á Anfield að huga vel af hreinlæti og smitvörnum. Allir sem koma á æfingavelli Liverpool og aðrar starfsstöðvar félagsins þurfa líka að fara í gegnum sérstakt eftirlit. Áhorfendur á Anfield á morgun eru fullvissaðir um að það verði spritt eða sótthreinsivökvi á öllum salernum á leikvanginum auk veggspjalda með upplýsingum hvernig best sé að haga sér. [Media] Liverpool put child mascots on hold over coronavirus fears https://t.co/1PIrKm2iZ7pic.twitter.com/wWcqEFPT3i— LFCMAGAZINE (@LFCMAGAZINE) March 5, 2020 Það sem verður þó kannski mest sláandi eru síðustu mínúturnar fyrir leikinn sjálfan. Leikmenn munu nefnilega ganga inn á völlinn án þess að leiða litla krakka og leikmenn munu heldur ekki heilsast með handaböndum fyrir leik. Þessar varúðarráðstafanir verða framvegis í gildi eða væntanlega þar til að hættan vegna útbreiðslu Kórónuveirunnar minnkar. Enski boltinn Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira
Liverpool hefur ákveðið að lukkudýrin á heimaleikjum liðsins séu komin í frí vegna Kórónuveirunnar. Enska úrvalsdeildin ákvað í gær að banna öll handabönd í kringum leikina um helgina. Leikmenn munu því ekki heilsast fyrir leik eins og vanalega eða þakka dómurum fyrir leikinn með hefðbundnum hætti. Liverpool hefur einnig brugðist aukalega við hættunni vegna útbreiðslu Kórónuveirunnar COVID-19 en það verða engir litlir fótboltakrakkar sem fylgja liðunum inn á völlinn fyrir leikinn á móti Bournemouth á morgun. Þetta er örugglega mjög sárt og svekkjandi fyrir þá krakka sem áttu að fylgja liðunum inn á völlinn á morgun enda eflaust löngu ákveðið hverjir þeir voru. In recent weeks, there has been a rise of confirmed COVID-19 (novel coronavirus) cases around the world. We have several new measures in place across LFC operations to help prevent the spread of the virus and protect the health of our employees.— Liverpool FC (@LFC) March 5, 2020 Bresk stjórnvöld settu pressu á ensku úrvalsdeildarliðin til að gera ráðstafanir hjá sér vegna Kórónuveirunnar og hafa þau orðið við því. Liverpool hefur tekið mjög ákveðið á þessum málum. Liverpool hefur bannað öllum starfsmönnum sínum að ferðast til landa þar sem mikil áhætta er að smitast af Kórónuveirunni og minnir alla sem koma á Anfield að huga vel af hreinlæti og smitvörnum. Allir sem koma á æfingavelli Liverpool og aðrar starfsstöðvar félagsins þurfa líka að fara í gegnum sérstakt eftirlit. Áhorfendur á Anfield á morgun eru fullvissaðir um að það verði spritt eða sótthreinsivökvi á öllum salernum á leikvanginum auk veggspjalda með upplýsingum hvernig best sé að haga sér. [Media] Liverpool put child mascots on hold over coronavirus fears https://t.co/1PIrKm2iZ7pic.twitter.com/wWcqEFPT3i— LFCMAGAZINE (@LFCMAGAZINE) March 5, 2020 Það sem verður þó kannski mest sláandi eru síðustu mínúturnar fyrir leikinn sjálfan. Leikmenn munu nefnilega ganga inn á völlinn án þess að leiða litla krakka og leikmenn munu heldur ekki heilsast með handaböndum fyrir leik. Þessar varúðarráðstafanir verða framvegis í gildi eða væntanlega þar til að hættan vegna útbreiðslu Kórónuveirunnar minnkar.
Enski boltinn Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira