Real gaf toppsætið eftir fyrir El Clásico og Hazard meiddist

Sindri Sverrisson skrifar
Luka Modric og félagar áttu ekki gott kvöld.
Luka Modric og félagar áttu ekki gott kvöld. vísir/getty

Real Madrid tapaði 1-0 á útivelli gegn Levante í spænsku 1. deildinni í fótbolta í kvöld. Barcelona er því efst í deildinni og nú með tveggja stiga forskot á Madridinga í aðdraganda El Clásico.

José Luis Morales skoraði markið í kvöld á 79. mínútu með föstu skoti en Thibaut Courtois í marki Real virtist misreikna skotið og sleppti því hreinlega að reyna að slá boltann.

Levante komst með sigrinum upp í 10. sæti og er með 32 stig.

Það bætir ekki úr skák fyrir Real að hinn belgíski Eden Hazard fór meiddur af velli en hann virtist meiðast í ökkla. Real tekur á móti Manchester City í Meistaradeild Evrópu á miðvikudagskvöld og á sunnudaginn eftir rúma viku er El Clásico leikurinn við Barcelona á dagskrá.

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.