Staðfesta endurkomu „Vina“ í sérþætti á HBO Kjartan Kjartansson skrifar 21. febrúar 2020 22:49 Leikaralið Vina í kynningarefni fyrir sjöttu þáttaröðina sem var sýnd árið 2000. Vísir/Getty Bandaríska sjónvarpsveitan HBO hefur staðfest að framleiddur verði sérþáttur af „Vinum“, gamanþáttaröðinni vinsælu sem gekk í tíu ár. Allir leikararnir sex úr upphaflegu þáttunum hafa staðfest að þeir taki þátt. Vangaveltur hafa lengi verið uppi um að upprunalegt leikaralið úr „Vinum“ [e. Friends] gæti komið aftur saman á ný. Kevin Reilly, yfirmaður framleiðslu deildar HBO Max, nýrrar streymisveitu sem á að hleypa af stokkunum í maí, staðfesti í dag að draumur aðdáenda þáttanna verði brátt að veruleika. Leikararnir sex, þau Jennifer Aniston, Courteney Cox, Lisa Kudrow, Matt LeBlanc, Matthew Perry og David Schwimmer eru sögð fá 2,5 milljónir dollara, jafnvirði um 320 milljóna íslenskra króna, hvert fyrir að leika í sérþættinum. „Vinir“ hófu göngu sína árið 1994 og gengur í tíu þáttaraðir til ársins 2014. Nýi þátturinn verður tekinn upp í sama myndveri og upphaflegu þættirnir. Að sögn tímaritsins Variety verður sérþátturinn aðgengilegur þegar HBO Max fer í loftið ásamt öllum tíu þáttaröðunum. Aniston kynti undir aðdáendum þáttanna í kvöld þegar hún birti gamla mynd af henni og samleikurunum úr „Vinum“ án frekari skýringar á Instagram síðu sinni. View this post on Instagram It's happening... @hbomax @courteneycoxofficial @lisakudrow @mleblanc @mattyperry4 @_schwim_ A post shared by Jennifer Aniston (@jenniferaniston) on Feb 21, 2020 at 2:04pm PST Bandaríkin Friends Hollywood Tímamót Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Bragason leikur Zeldu prinsessu Lífið Fleiri fréttir Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Bandaríska sjónvarpsveitan HBO hefur staðfest að framleiddur verði sérþáttur af „Vinum“, gamanþáttaröðinni vinsælu sem gekk í tíu ár. Allir leikararnir sex úr upphaflegu þáttunum hafa staðfest að þeir taki þátt. Vangaveltur hafa lengi verið uppi um að upprunalegt leikaralið úr „Vinum“ [e. Friends] gæti komið aftur saman á ný. Kevin Reilly, yfirmaður framleiðslu deildar HBO Max, nýrrar streymisveitu sem á að hleypa af stokkunum í maí, staðfesti í dag að draumur aðdáenda þáttanna verði brátt að veruleika. Leikararnir sex, þau Jennifer Aniston, Courteney Cox, Lisa Kudrow, Matt LeBlanc, Matthew Perry og David Schwimmer eru sögð fá 2,5 milljónir dollara, jafnvirði um 320 milljóna íslenskra króna, hvert fyrir að leika í sérþættinum. „Vinir“ hófu göngu sína árið 1994 og gengur í tíu þáttaraðir til ársins 2014. Nýi þátturinn verður tekinn upp í sama myndveri og upphaflegu þættirnir. Að sögn tímaritsins Variety verður sérþátturinn aðgengilegur þegar HBO Max fer í loftið ásamt öllum tíu þáttaröðunum. Aniston kynti undir aðdáendum þáttanna í kvöld þegar hún birti gamla mynd af henni og samleikurunum úr „Vinum“ án frekari skýringar á Instagram síðu sinni. View this post on Instagram It's happening... @hbomax @courteneycoxofficial @lisakudrow @mleblanc @mattyperry4 @_schwim_ A post shared by Jennifer Aniston (@jenniferaniston) on Feb 21, 2020 at 2:04pm PST
Bandaríkin Friends Hollywood Tímamót Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Bragason leikur Zeldu prinsessu Lífið Fleiri fréttir Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira