Innlent

Minnkandi norðan­átt og léttir til sunnan­lands

Atli Ísleifsson skrifar
Spákortið fyrir hádegið í dag, eins og það lítur út klukkan 7.
Spákortið fyrir hádegið í dag, eins og það lítur út klukkan 7. Veðurstofan

Veðurstofan spáir minnkandi norðanátt, víða norðan fimm til tíu metrar á sekúndu um hádegi. Það mun létta heldur til sunnanlands með deginum og draga úr úrkomu fyrir norðan. Þó má búast við dálitlum éljum norðaustantil fram á kvöld.

Frost verður á bilinu 0 til 6 stig en hæg breytileg átt í kvöld og það herðir á frosti, einkum í innsveitum um norðanvert landið.

„Strekkingsvestanátt með snjóéljum á morgun en það birtir til norðaustan- og austanlands. Á mándag er útlit fyrir suðlægari vind og með ofankomu sunnan- og vestantil, annars þurrt,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.

Á vef Vegagerðarinnar segir að mikið sé greiðfært á suðvesturhorni landsins og með suðurströndinni en vetraraðstæður séu víðast hvar í öðrum landshlutum.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á sunnudag: Vestan 8-15 og él, en bjartviðri norðaustantil. Frost 0 til 6 stig.

Á mánudag: Sunnan 5-13 og snjókoma með köflum en þurrt um landið norðaustanvert. Frost 0 til 5 stig.

Á þriðjudag: Hæg norðlæg eða breytileg átt og skýjað að mestu, og einnig él austantil á landinum. Legnst af norðaustan 8-15 á Vestfjörðum og dálítli snjókoma þar. Frost 1 til 7 stig.

Á miðvikudag og fimmtudag: Norðan og norðaustan átt og dálítli él, einkum við ströndina en léttskýjað suðvestantil. Áfram frost um allt land.

Á föstudag: Snýst í suðlæga átt með snjókomu um vestanvert landið, annars þurrt. Kalt í veðri.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.