Innlent

Minnkandi norðan­átt og léttir til sunnan­lands

Atli Ísleifsson skrifar
Spákortið fyrir hádegið í dag, eins og það lítur út klukkan 7.
Spákortið fyrir hádegið í dag, eins og það lítur út klukkan 7. Veðurstofan

Veðurstofan spáir minnkandi norðanátt, víða norðan fimm til tíu metrar á sekúndu um hádegi. Það mun létta heldur til sunnanlands með deginum og draga úr úrkomu fyrir norðan. Þó má búast við dálitlum éljum norðaustantil fram á kvöld.

Frost verður á bilinu 0 til 6 stig en hæg breytileg átt í kvöld og það herðir á frosti, einkum í innsveitum um norðanvert landið.

„Strekkingsvestanátt með snjóéljum á morgun en það birtir til norðaustan- og austanlands. Á mándag er útlit fyrir suðlægari vind og með ofankomu sunnan- og vestantil, annars þurrt,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.

Á vef Vegagerðarinnar segir að mikið sé greiðfært á suðvesturhorni landsins og með suðurströndinni en vetraraðstæður séu víðast hvar í öðrum landshlutum.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á sunnudag: Vestan 8-15 og él, en bjartviðri norðaustantil. Frost 0 til 6 stig.

Á mánudag: Sunnan 5-13 og snjókoma með köflum en þurrt um landið norðaustanvert. Frost 0 til 5 stig.

Á þriðjudag: Hæg norðlæg eða breytileg átt og skýjað að mestu, og einnig él austantil á landinum. Legnst af norðaustan 8-15 á Vestfjörðum og dálítli snjókoma þar. Frost 1 til 7 stig.

Á miðvikudag og fimmtudag: Norðan og norðaustan átt og dálítli él, einkum við ströndina en léttskýjað suðvestantil. Áfram frost um allt land.

Á föstudag: Snýst í suðlæga átt með snjókomu um vestanvert landið, annars þurrt. Kalt í veðri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×