Sport

Sharapova hætti með ritgerð í Vogue og Vanity Fair

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Sharapova hefur kvatt stóra sviðið eftir frábæran feril.
Sharapova hefur kvatt stóra sviðið eftir frábæran feril. vísir/getty

Tennisdrottningin Maria Sharapova tilkynnti í dag að hún væri hætt. Það gerði hún á afar sérstakan hátt.

Kveðjubréfið var birt bæði í Vogue og Vanity Fair. Það hefur ekki verið gert áður.

Sharapova er aðeins 32 ára gömul og tíðindin koma eflaust einhverjum á óvart þó svo afar lítið hafi verið að frétta hjá henni síðastliðin ár.

Rússinn varð atvinnumaður árið 2001 þá aðeins 14 ára gömul. Hún vann Wimbledon árið 2004 og US Open tveimur árum síðar. Hún vann svo opna ástralska árið 2008 og opna franska vann hún 2008 og 2012.

Sharapova komst á topp heimslistans 2005, 2007, 2008 og 2012. Í dag er hún komin niður í sæti 373.

„Tennis, ég er að segja bless. Var þetta þess virði? Aldrei spurning,“ skrifaði Sharapova meðal annars en lesa má bréfið hennar hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×