Innlent

Fjögurra bíla á­rekstur á Reykja­nes­braut

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Frá Reykjanesbraut. Myndin er úr safni.
Frá Reykjanesbraut. Myndin er úr safni. Vísir/vilhelm

Fjögurra bíla árekstur varð á Reykjanesbraut í morgun. Engin slys urðu á fólki og áreksturinn er sagður minniháttar í tilkynningu frá lögreglu. Afar snjóþungt er nú á höfuðborgarsvæðinu og hefur umferð gengið mjög hægt fyrir sig.

Þá greinir lögregla frá því að tilkynnt hafi verið um annað umferðaróhapp á Bústaðavegi í morgun, þar sem ökumaður missti stjórn á bíl sínum með þeim afleiðingum að hann ók á umferðaskilti og þaðan áfram upp á umferðareyju. Ökumaðurinn slasaðist ekki.

Snjó hefur kyngt niður í höfuðborginni það sem af er morgni og áfram mun ganga á með éljum í dag.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.