Í beinni í dag: Toppslagur í Olís deild kvenna | Kemur Immobile Lazio í toppsætið? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. febrúar 2020 06:00 Það verður hart barist að Hlíðarenda í kvöld. Vísir/Daníel Það er nóg um að vera á sportrásum Stöðvar 2 í dag líkt og aðra laugardaga. Alls verða níu beinar útsendingar en við sýnum beint frá golfi, handbolta sem og fótbolta í dag. Við tökum daginn snemma með Evrópumótaröðinni í golfi en hún hefst nú eftir tvo tíma eða klukkan 08:00. PGA mótaröðin er svo á dagskrá seinni part dags. Í hádeginu verður ferðinni heitið til Hull í Englandi þar sem Leeds United heimsækir Hull City í ensku B-deildinni. Leeds hefur átt góðu gengi að fagna undanfarið og unnið mikilvæga 1-0 sigra í baráttunni um sæti í ensku úrvalsdeildinni. Töframaðurinn Marcus Maddison gekk hins vegar í raðir Hull í janúar og eru Tígrisdýrin til alls líkleg í leiknum. Síðar um daginn sýnum við svo leik Fulham og Preston North End í sömu deild. Hið fornfræga félag Leeds er sem stendur í 2. sæti ensku B-deildarinnar, x stigum á eftir West Bromwich Albion sem situr á toppnum en fimm stigum á undan Fulham sem er í 3. sæti deildarinnar. Efstu tvö liðin fara beint upp í úrvalsdeildina á meðan næstu fjögur lið fara í umspil. Þá er ítalski boltinn á dagskrá en Ciro Immobile stefnir á að halda markaskorun sinni áfram er Lazio fær Bologna í heimsókn. Takist Lazio að sigra þá fer liðið í toppsæti Serie A, allavega í sólahring en Juventus mætir Inter Milan í stórleik helgarinnar á sunnudag. Líklega verður leikið fyrir luktum dyrum. Eftir kvöldmat mætast svo Napoli og Torino en fyrrnefnda liðið gerði 1-1 jafntefli við Barcelona í Meistaradeild Evrópu í miðri viku. Á Spáni er einn leikur hinn síungi Joaquín og liðsfélagar hans í Real Betis heimsækja Valencia. Síðarnefnda liðið er í harðri baráttu um Evrópudeildarsæti en Valencia er sem stendur í 8. sæti með 38 stig, tveimur stigum frá 6. sætinu sem gefur sæti í Evrópudeildinni og fimm stigum frá 4. sætinu en það gefur þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu. Betis siglir lygnan sjó í 13. sæti. Þá geta Valsarar tekið gleði sína en við sýnum annars vegar leik Vals og ÍBV í Lengjubikar karla sem og við sýnum stórleik Olís deildar kvenna þar sem Valur fær Fram í heimsókn. Nokkuð ljóst að síðari leikurinn er töluvert stærri en þar mætast tvö sterkustu lið Olís deildarinnar. Allar beinar útsendingar Stöð 2 Sport og hliðarrása má finna á vef okkar.Í beinni í dag 08:00 European Tour 2020 (Stöð 2 Golf) 12:25 Hull City - Leeds United (Stöð 2 Sport) 13:50 Valur - ÍBV, Lengjubikarinn (Stöð 2 Sport 2) 13:50 Lazio - Bologna (Stöð 2 Sport 4) 14:50 Valencia - Real Betis (Stöð 2 Sport 3) 14:55 Fulham - Preston North End (Stöð 2 Sport) 16:50 Valur - Fram, Olís deild kvenna (Stöð 2 Sport 2) 18:30 PGA Tour 2020 (Stöð 2 Golf) 19:35 Napoli - Torino (Stöð 2 Sport) Fótbolti Golf Íslenski boltinn Ítalski boltinn Olís-deild kvenna Spænski boltinn Tengdar fréttir Steinunn: Við erum særðar og reiðar Einn af stórleikjum vetrarins í Olís-deild kvenna fer fram á morgun þegar langbestu lið landsins - Valur og Fram - mætast. Fram er með þriggja stiga forskot á Valskonur sem verða að vinna leikinn. Annars er deildarmeistaratitillinn Fram-kvenna. 28. febrúar 2020 17:15 Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Dagskráin í dag: Lokasóknin, körfubolti og pílukast Sport Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Lokasóknin, körfubolti og pílukast Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Átta mig ekki á því af hverju það er víti og rautt“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik „Auðvitað var þetta sjokk“ Barði sig til blóðs eftir tap á HM Afinn tapaði á ögurstundu Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Snæfríður Sól og Snorri Dagur eru sundfólk ársins Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Bunting slapp með skrekkinn og mætir Indverjanum sem opnaði flóðgáttirnar Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán Sjá meira
Það er nóg um að vera á sportrásum Stöðvar 2 í dag líkt og aðra laugardaga. Alls verða níu beinar útsendingar en við sýnum beint frá golfi, handbolta sem og fótbolta í dag. Við tökum daginn snemma með Evrópumótaröðinni í golfi en hún hefst nú eftir tvo tíma eða klukkan 08:00. PGA mótaröðin er svo á dagskrá seinni part dags. Í hádeginu verður ferðinni heitið til Hull í Englandi þar sem Leeds United heimsækir Hull City í ensku B-deildinni. Leeds hefur átt góðu gengi að fagna undanfarið og unnið mikilvæga 1-0 sigra í baráttunni um sæti í ensku úrvalsdeildinni. Töframaðurinn Marcus Maddison gekk hins vegar í raðir Hull í janúar og eru Tígrisdýrin til alls líkleg í leiknum. Síðar um daginn sýnum við svo leik Fulham og Preston North End í sömu deild. Hið fornfræga félag Leeds er sem stendur í 2. sæti ensku B-deildarinnar, x stigum á eftir West Bromwich Albion sem situr á toppnum en fimm stigum á undan Fulham sem er í 3. sæti deildarinnar. Efstu tvö liðin fara beint upp í úrvalsdeildina á meðan næstu fjögur lið fara í umspil. Þá er ítalski boltinn á dagskrá en Ciro Immobile stefnir á að halda markaskorun sinni áfram er Lazio fær Bologna í heimsókn. Takist Lazio að sigra þá fer liðið í toppsæti Serie A, allavega í sólahring en Juventus mætir Inter Milan í stórleik helgarinnar á sunnudag. Líklega verður leikið fyrir luktum dyrum. Eftir kvöldmat mætast svo Napoli og Torino en fyrrnefnda liðið gerði 1-1 jafntefli við Barcelona í Meistaradeild Evrópu í miðri viku. Á Spáni er einn leikur hinn síungi Joaquín og liðsfélagar hans í Real Betis heimsækja Valencia. Síðarnefnda liðið er í harðri baráttu um Evrópudeildarsæti en Valencia er sem stendur í 8. sæti með 38 stig, tveimur stigum frá 6. sætinu sem gefur sæti í Evrópudeildinni og fimm stigum frá 4. sætinu en það gefur þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu. Betis siglir lygnan sjó í 13. sæti. Þá geta Valsarar tekið gleði sína en við sýnum annars vegar leik Vals og ÍBV í Lengjubikar karla sem og við sýnum stórleik Olís deildar kvenna þar sem Valur fær Fram í heimsókn. Nokkuð ljóst að síðari leikurinn er töluvert stærri en þar mætast tvö sterkustu lið Olís deildarinnar. Allar beinar útsendingar Stöð 2 Sport og hliðarrása má finna á vef okkar.Í beinni í dag 08:00 European Tour 2020 (Stöð 2 Golf) 12:25 Hull City - Leeds United (Stöð 2 Sport) 13:50 Valur - ÍBV, Lengjubikarinn (Stöð 2 Sport 2) 13:50 Lazio - Bologna (Stöð 2 Sport 4) 14:50 Valencia - Real Betis (Stöð 2 Sport 3) 14:55 Fulham - Preston North End (Stöð 2 Sport) 16:50 Valur - Fram, Olís deild kvenna (Stöð 2 Sport 2) 18:30 PGA Tour 2020 (Stöð 2 Golf) 19:35 Napoli - Torino (Stöð 2 Sport)
Fótbolti Golf Íslenski boltinn Ítalski boltinn Olís-deild kvenna Spænski boltinn Tengdar fréttir Steinunn: Við erum særðar og reiðar Einn af stórleikjum vetrarins í Olís-deild kvenna fer fram á morgun þegar langbestu lið landsins - Valur og Fram - mætast. Fram er með þriggja stiga forskot á Valskonur sem verða að vinna leikinn. Annars er deildarmeistaratitillinn Fram-kvenna. 28. febrúar 2020 17:15 Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Dagskráin í dag: Lokasóknin, körfubolti og pílukast Sport Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Lokasóknin, körfubolti og pílukast Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Átta mig ekki á því af hverju það er víti og rautt“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik „Auðvitað var þetta sjokk“ Barði sig til blóðs eftir tap á HM Afinn tapaði á ögurstundu Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Snæfríður Sól og Snorri Dagur eru sundfólk ársins Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Bunting slapp með skrekkinn og mætir Indverjanum sem opnaði flóðgáttirnar Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán Sjá meira
Steinunn: Við erum særðar og reiðar Einn af stórleikjum vetrarins í Olís-deild kvenna fer fram á morgun þegar langbestu lið landsins - Valur og Fram - mætast. Fram er með þriggja stiga forskot á Valskonur sem verða að vinna leikinn. Annars er deildarmeistaratitillinn Fram-kvenna. 28. febrúar 2020 17:15