Sér eftir því hvernig Liverpool tæklaði kynþáttaníð Suarez á sínum tíma Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. mars 2020 09:00 Patrice Evra fagnar sigri Man Utd á Liverpool fyrir framan Suarez. Vísir/Getty Damien Comolli, fyrrum yfirmaður knattspyrnumála hjá Liverpool, segist sjá eftir því hvernig félagið höndlaði atvikið þegar Luis Suarez gerðist sekur um kynþáttaníð í garð Patrice Evra, þáverandi leikmanns Manchester United. Comolli var í starfi hjá Liverpool frá árinu 2010 til 2012. Fór hann yfir tíma sinn hjá félaginu í hlaðvarpsþætti David Ornstein sem starfar á The Athletic. Comolli, sem er franskur ríkisborgari líkt og Evra, segir að dómgreind allra sem tengdust Liverpool á þessum tíma hafi litast af rígnum á milli félaganna. Í kjölfar atviksins hafi Liverpool mætt út í upphitun gegn Wigan Athletic í sérstökum bolum sem sýndu að þeir studdu allir við bakið á Suarez. Þá hélt Liverpool áfram að verja framherjann þó svo að enska knattspyrnusambandið væri búið að dæma hann vegna málsins. Fresh detail from Damien Comolli on: - Suarez/Evra storm - FSG takeover (says in podcast Gordon tried to buy #LFC previously) - Henry, Werner + rise of Edwards - Inside Henderson signing - How Torres/Carrol happened With @JamesPearceLFC for @TheAthleticUKhttps://t.co/hR6MbapsrH— David Ornstein (@David_Ornstein) February 27, 2020 „Viðbrögð okkar voru þúsund sinnum verri en þau hefðu átt að vera þar sem þetta var Manchester United,“ sagði Comolli til að mynda um viðbrögð Liverpool við atvikinu. Sjá einnig: Dæmdur í átta leikja bann fyrir kynþáttaníð Suarez var á endanum dæmdur í átta leikja bann. Kiko Casilla, markvörður Leeds United í ensku B-deildinni, fékk sömu refsingu nú á dögunum en hann var dæmdur í átta leikja bann eftir að hafa gerst sekur um kynþáttaníð í garð Jonathan Leko, leikmanns Charlton Athletic, í september á síðasta ári. „Ég sé eftir öllu. Ég sé eftir hugarfari okkar, hvernig við nálguðumst atvikið í fjölmiðlum.“ sagði Comolli við Ornstein áður en hann hélt áfram. „Þetta var það versta sem ég hef upplifað í starfi. Við einangruðum okkur frá umheiminum og það var það versta sem við gátum gert. Við hefðum átt að fá utanaðkomandi aðila til að aðstoða okkur. Bæði sviði lögfræðinnar sem og með ímynd okkar,“ sagði Comolli enn fremur. Jamie Carragher, fyrrum varnarmaður Liverpool og varafyrirliði liðsins á þessari örlagaríku leiktíð, bað Evra opinberlega afsökunar fyrr í vetur og lýsti stuttermabolunum sem „skelfilegum mistökum.“ Evra fékk einnig skriflega afsökunarbeiðni frá Peter Moore, núverandi framkvæmdastjóra Liverpool. „Eina afsökunin sem ég finn, ef afsökun skyldi kalla, er sú að enginn okkar hafði lent í atviki sem þessu áður og við vissum því ekki hvernig við áttum að bregðast við. Við höfðum ekkert til að byggja á. Meira að segja eigendurnir stóðu með Suarez. Þetta var rangt í alla staði,"“ sagði Comolli að lokum. Comolli átti vissulega erfitt uppdráttar hjá Liverpool en hann var þó í starfi þegar liðið keypti Suarez sem var frábær fyrir félagið þrátt fyrir þetta umdeilda atvik. Þá var Comolli einnig einn af þeim sem gaf grænt ljós á að kaupa Jordan Henderson frá Sunderland. Enski miðjumaðurinn var lengi vel í ónáð stuðningsmanna félagsins en nú er hann fyrirliði og stefnir í að hann lyfti enska meistaratitlinum á komandi vikum. Enski boltinn Mest lesið Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Í beinni: Ísland - Frakkland | Lokaleikur strákanna á EM Körfubolti Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Enski boltinn Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Enski boltinn Fleiri fréttir Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Sjá meira
Damien Comolli, fyrrum yfirmaður knattspyrnumála hjá Liverpool, segist sjá eftir því hvernig félagið höndlaði atvikið þegar Luis Suarez gerðist sekur um kynþáttaníð í garð Patrice Evra, þáverandi leikmanns Manchester United. Comolli var í starfi hjá Liverpool frá árinu 2010 til 2012. Fór hann yfir tíma sinn hjá félaginu í hlaðvarpsþætti David Ornstein sem starfar á The Athletic. Comolli, sem er franskur ríkisborgari líkt og Evra, segir að dómgreind allra sem tengdust Liverpool á þessum tíma hafi litast af rígnum á milli félaganna. Í kjölfar atviksins hafi Liverpool mætt út í upphitun gegn Wigan Athletic í sérstökum bolum sem sýndu að þeir studdu allir við bakið á Suarez. Þá hélt Liverpool áfram að verja framherjann þó svo að enska knattspyrnusambandið væri búið að dæma hann vegna málsins. Fresh detail from Damien Comolli on: - Suarez/Evra storm - FSG takeover (says in podcast Gordon tried to buy #LFC previously) - Henry, Werner + rise of Edwards - Inside Henderson signing - How Torres/Carrol happened With @JamesPearceLFC for @TheAthleticUKhttps://t.co/hR6MbapsrH— David Ornstein (@David_Ornstein) February 27, 2020 „Viðbrögð okkar voru þúsund sinnum verri en þau hefðu átt að vera þar sem þetta var Manchester United,“ sagði Comolli til að mynda um viðbrögð Liverpool við atvikinu. Sjá einnig: Dæmdur í átta leikja bann fyrir kynþáttaníð Suarez var á endanum dæmdur í átta leikja bann. Kiko Casilla, markvörður Leeds United í ensku B-deildinni, fékk sömu refsingu nú á dögunum en hann var dæmdur í átta leikja bann eftir að hafa gerst sekur um kynþáttaníð í garð Jonathan Leko, leikmanns Charlton Athletic, í september á síðasta ári. „Ég sé eftir öllu. Ég sé eftir hugarfari okkar, hvernig við nálguðumst atvikið í fjölmiðlum.“ sagði Comolli við Ornstein áður en hann hélt áfram. „Þetta var það versta sem ég hef upplifað í starfi. Við einangruðum okkur frá umheiminum og það var það versta sem við gátum gert. Við hefðum átt að fá utanaðkomandi aðila til að aðstoða okkur. Bæði sviði lögfræðinnar sem og með ímynd okkar,“ sagði Comolli enn fremur. Jamie Carragher, fyrrum varnarmaður Liverpool og varafyrirliði liðsins á þessari örlagaríku leiktíð, bað Evra opinberlega afsökunar fyrr í vetur og lýsti stuttermabolunum sem „skelfilegum mistökum.“ Evra fékk einnig skriflega afsökunarbeiðni frá Peter Moore, núverandi framkvæmdastjóra Liverpool. „Eina afsökunin sem ég finn, ef afsökun skyldi kalla, er sú að enginn okkar hafði lent í atviki sem þessu áður og við vissum því ekki hvernig við áttum að bregðast við. Við höfðum ekkert til að byggja á. Meira að segja eigendurnir stóðu með Suarez. Þetta var rangt í alla staði,"“ sagði Comolli að lokum. Comolli átti vissulega erfitt uppdráttar hjá Liverpool en hann var þó í starfi þegar liðið keypti Suarez sem var frábær fyrir félagið þrátt fyrir þetta umdeilda atvik. Þá var Comolli einnig einn af þeim sem gaf grænt ljós á að kaupa Jordan Henderson frá Sunderland. Enski miðjumaðurinn var lengi vel í ónáð stuðningsmanna félagsins en nú er hann fyrirliði og stefnir í að hann lyfti enska meistaratitlinum á komandi vikum.
Enski boltinn Mest lesið Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Í beinni: Ísland - Frakkland | Lokaleikur strákanna á EM Körfubolti Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Enski boltinn Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Enski boltinn Fleiri fréttir Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Sjá meira