Gaf Ólympíusafninu handrit sem hann keypti á meira en milljarð íslenskra króna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. febrúar 2020 19:45 Alisher Usmanov og Thomas Bach, forseti Alþjóðaólympíunefndarinnar, með handritið. Mynd/Twitter/IOC Rússneski milljarðamæringurinn AlisherUsmanov kom í dag færandi hendi með mjög rausnarlega gjöf á Ólympíusafnið í Lausanne í Sviss. Það vissu fáir af því að það hefði verið AlisherUsmanov sem rétt fyrir jól keypti Stefnuyfirlýsingu nútíma Ólympíuleikanna frá árinu 1892. „Ég trúi því að Ólympíusafnið sé besti staðurinn til að hýsa þetta ómetanlega handrit,“ sagði AlisherUsmanov. Hann er kannski þekktastur fyrir að átti 30 prósent í Arsenal til ársins 2018. Handritið seldist fyrir 6,8 milljónir punda á uppboði rétt fyrir jól en það jafngildir meira en 1,1 milljarði íslenskra króna. Það vissi enginn hver hafði keypt það fyrr en í dag. Útboðið á handritinu tók um tíu mínútur og á meðan hækkaði verðið frá einni milljón Bandaríkjadala upp í 8,8 milljónir dala. Usmanov had bought the 14-page document penned by IOC founder Pierre de Coubertin, advocating the resurrection of the ancient Greek Games, for a record $8.8 million at auction in New York in December. #Olympicshttps://t.co/xtdltVAiFv— Firstpost Sports (@FirstpostSports) February 10, 2020 Engar menjar eða munir tengdir íþróttasögunni hafa selst fyrir meiri pening í sögunni. Handrit þetta telur alls fjórtán síður og það var handskrifað af stofnanda nútíma Ólympíuleikanna, Frakkanum PierredeCoubertin.PierredeCoubertin endurvakti Ólympíuleikanna seint á nítjándu öld en fyrstu nútíma sumarólympíuleikarnir voru haldnir árið 1896 í Aþenu. Í stefnuyfirlýsingunni skrifar hann um að byggja nútíma Ólympíuleikana á Ólympíuleikunum fornu sem haldnir voru í Grikklandi í fornöld. Pierre de Coubertin’s historic founding text finds its home at The @OlympicMuseum in Lausanne The donor is revealed as Alisher Usmanov, President of the International Fencing Federation @FIE_fencing. pic.twitter.com/lpyxPqGSbU— IOC MEDIA (@iocmedia) February 10, 2020 „Við urðum vitni af sögulegum atburði í dag. Í fyrsta lagi sjáum við þetta sögulega plagg, handritið af ræðunni sem lagði grunninn að stofnun Ólympíuhreyfingarinnar og í öðru lagi verðum við vitni af því þegar þetta handrit kemur aftur heim og þangað sem það á heima,“ sagði Thomas Bach, forseti Alþjóðaólympíunefndarinnar. Handritið bætti metið yfir dýrustu íþróttamynjar sögunnar en það átti áður treyja sem hafnabolta súperstjarnan Babe Ruth klæddist og seldist á sínum tíma á 5.64 milljónir Bandaríkjadala. Ólympíuleikar Rússland Sviss Mest lesið Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn „Hrikalega sáttur með þetta“ Fótbolti Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Körfubolti Ricky Hatton látinn Sport Fleiri fréttir Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Fljótasta fólk heims er frá Jamaíku og Bandaríkjunum Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Ricky Hatton látinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sjá meira
Rússneski milljarðamæringurinn AlisherUsmanov kom í dag færandi hendi með mjög rausnarlega gjöf á Ólympíusafnið í Lausanne í Sviss. Það vissu fáir af því að það hefði verið AlisherUsmanov sem rétt fyrir jól keypti Stefnuyfirlýsingu nútíma Ólympíuleikanna frá árinu 1892. „Ég trúi því að Ólympíusafnið sé besti staðurinn til að hýsa þetta ómetanlega handrit,“ sagði AlisherUsmanov. Hann er kannski þekktastur fyrir að átti 30 prósent í Arsenal til ársins 2018. Handritið seldist fyrir 6,8 milljónir punda á uppboði rétt fyrir jól en það jafngildir meira en 1,1 milljarði íslenskra króna. Það vissi enginn hver hafði keypt það fyrr en í dag. Útboðið á handritinu tók um tíu mínútur og á meðan hækkaði verðið frá einni milljón Bandaríkjadala upp í 8,8 milljónir dala. Usmanov had bought the 14-page document penned by IOC founder Pierre de Coubertin, advocating the resurrection of the ancient Greek Games, for a record $8.8 million at auction in New York in December. #Olympicshttps://t.co/xtdltVAiFv— Firstpost Sports (@FirstpostSports) February 10, 2020 Engar menjar eða munir tengdir íþróttasögunni hafa selst fyrir meiri pening í sögunni. Handrit þetta telur alls fjórtán síður og það var handskrifað af stofnanda nútíma Ólympíuleikanna, Frakkanum PierredeCoubertin.PierredeCoubertin endurvakti Ólympíuleikanna seint á nítjándu öld en fyrstu nútíma sumarólympíuleikarnir voru haldnir árið 1896 í Aþenu. Í stefnuyfirlýsingunni skrifar hann um að byggja nútíma Ólympíuleikana á Ólympíuleikunum fornu sem haldnir voru í Grikklandi í fornöld. Pierre de Coubertin’s historic founding text finds its home at The @OlympicMuseum in Lausanne The donor is revealed as Alisher Usmanov, President of the International Fencing Federation @FIE_fencing. pic.twitter.com/lpyxPqGSbU— IOC MEDIA (@iocmedia) February 10, 2020 „Við urðum vitni af sögulegum atburði í dag. Í fyrsta lagi sjáum við þetta sögulega plagg, handritið af ræðunni sem lagði grunninn að stofnun Ólympíuhreyfingarinnar og í öðru lagi verðum við vitni af því þegar þetta handrit kemur aftur heim og þangað sem það á heima,“ sagði Thomas Bach, forseti Alþjóðaólympíunefndarinnar. Handritið bætti metið yfir dýrustu íþróttamynjar sögunnar en það átti áður treyja sem hafnabolta súperstjarnan Babe Ruth klæddist og seldist á sínum tíma á 5.64 milljónir Bandaríkjadala.
Ólympíuleikar Rússland Sviss Mest lesið Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn „Hrikalega sáttur með þetta“ Fótbolti Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Körfubolti Ricky Hatton látinn Sport Fleiri fréttir Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Fljótasta fólk heims er frá Jamaíku og Bandaríkjunum Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Ricky Hatton látinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sjá meira