Sport

Ásdís aðeins einum sentimetra frá Íslandsmetinu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ásdís lenti í 5. sæti á sterku móti í Svíþjóð.
Ásdís lenti í 5. sæti á sterku móti í Svíþjóð. vísir/getty

Ásdís Hjálmsdóttir Annerud var aðeins einum sentimetra frá því að slá Íslandsmetið í kúluvarpi innanhúss í gær.

Á Klefinn.is er greint frá því að Ásdís hafi endað í 5. sæti á Spåret Grand Prix, sem er hluti af Folksam Grand Prix mótaröðinni í Svíþjóð.

Ásdís kastaði kúlunni 16,18 metra sem er aðeins einum sentimetra frá Íslandsmeti Ernu Sóleyjar Gunnarsdóttur. Erna setti Íslandsmetið 18. janúar síðastliðinn.

„Ég er mjög ánægð með kastið og að vera komin yfir 16 m inni þó að ég eigi ennþá töluvert inni. Mest er ég þó ánægð með að planið sem ég hafði með andlegan undirbúning fyrir mótið gekk mjög vel. Ég er að nýta þessi mót til að æfa hann áður en ég keppi í spjóti á Vetrarkastmótinu í spjóti og þetta lofar góðu,“ segir Ásdís.

Fanny Roos vann mótið í Svíþjóð með miklum yfirburðum. Besta kast hennar var upp á 18,19 metra.

Ásdís á Íslandsmetið í kúluvarpi utanhúss. Hún kastaði kúlunni 16,53 metra á móti í Svíþjóð 12. október á síðasta ári.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.