Menning

Voru ekki búin undir miklar vin­sældir Chromo Sapi­ens hjá barna­fjöl­skyldum

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Frá sýningu Shoplifter í Hafnarhúsinu.
Frá sýningu Shoplifter í Hafnarhúsinu. vísir/sigurjón

Listasafn Reykjavíkur var ekki endilega búið undir miklar vinsældir sýningarinnar Chromo Sapiens hjá barnafjölskyldum.

Þetta kemur fram í svari Áslaugar Guðrúnardóttur, kynningar- og markaðsstjóra safnsins, við fyrirspurn Vísis en ef marka má myndir á samfélagsmiðlum hafa Íslendingar, bæði fullorðnir og börn, flykkst á þessa sýningu Hrafnhildar Arnardóttur/Shoplifter undanfarnar vikur.

Þá fór blaðamaður Vísis á sýninguna um helgina og þurfti, eins og aðrir gestir, að bíða í röð eftir að komast inn í sýningarsalinn, svo mikil var aðsóknin.

Áslaug segir að alls hafi 17.500 gestir komið á sýninguna frá því hún opnaði í Hafnarhúsinu þann 23. janúar síðastliðinn.

Það sé mjög mikil aðsókn en enn hafi sýningin þó ekki toppað sýningu Ólafs Elíassonar, Frost Activity, sem var í Hafnarhúsinu árið 2004. Sú sýning sló öll aðsóknarmet að sögn Áslaugar.

Sjá einnig: 500 fermetra hárkolla í Hafnarhúsinu

Aðspurð hvort miklar vinsældir Chromo Sapiens hafi komið á óvart segir Áslaug að vinsældirnar hafi kannski ekki komið á óvart. Þannig hafi sýningin verið mjög vinsæl á Feneyjatvíæringnum í fyrra og vitað var að hún væri mjög myndræn.

„Samt sem áður verð ég að segja að við vorum ekki endilega búin undir þessar vinsældir hjá barnafjölskyldum. Það er líka mjög skemmtilegt að segja frá því að hlutfall innlendra gesta í húsið hefur hækkað mikið og sýningin hefur laðað að fjölda nýrra gesta,“ segir Áslaug.  

Sýningin stendur til 19. mars en á vef Listasafns Reykjavíkur segir meðal annars um sýninguna:

„Chromo Sapiens er þakið miklu magni af einkennisefniviði Hrafnhildar; gervihári. Litir, hljóð og aðlaðandi áferð leiða gesti í gegnum þrjú ólík rými, sem umlykja þá í myndrænum og hljóðrænum samruna.“

 
 
 
View this post on Instagram

Það hlýtur að vera skylda að birta mynd af öllum sem líta inn á #chromosapiens í @reykjavikartmuseum. Mögnuð upplifun!

A post shared by Andrés Ingi (@andresingi) on

 
 
 
View this post on Instagram

Immersed in a world of colour and loving it #chromosapiens #shoplifter #darrkell #ág

A post shared by Lovísa Árnadóttir (@lovisaarna) on

 
 
 
View this post on Instagram

Chromo sapiens í Listasafni Reykjavíkur #chromosapiens

A post shared by Dagur B. Eggertsson (@daguregg) on

 
 
 
View this post on Instagram

Nóra was amazed! And wants her room to be by @shoplifterart #chromosapiens

A post shared by Eva Dögg ~ Adi Chandjot Kaur (@evadoggrunars) onAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.