Sport

Djokovic vann opna ástralska í áttunda skipti

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Djokovic fagnar er hann vinnur síðasta sett dagsins.
Djokovic fagnar er hann vinnur síðasta sett dagsins. Vísir/Getty

Serbinn Novak Djokovic vann opna ástralska í 8. skipti í dag eftir frábæra endurkomu gegn Dominic Thiem. Er þetta annað árið í röð sem Djokovic vinnur í Ástralíu.

Djokovic mætti Austurríkismanninum Thiem í úrslitum og var ljóst að Serbinn var mun sigurstranglegri fyrir leik. Djokovic stóð undir því og vann fyrsta sett leiksins 6-4 en síðan fór að halla undan fæti. Thiem kom sterkur til baka og vann næstu tvö sett, 6-4 og 6-2. Staðan orðin svört fyrir Djokovic sem mátti ekki við því að tapa öðru setti.

Honum tókst að jafna metin með því að vinna fjórða sett dagsins 6-3 og því var fimmta og síðasta sett leiksins upp á titilinn.

Þar byrjaði Djokovic betur en mögulega sagði reynsleysi Thiem í úrslitaleikjum til sín. Á endanum vann Djokovic settið 6-4 og leikinn þar með 3-2 í settum. Hans 8. opna ástralska komið í hús en Serbinn hefur nú unnið alls 17 risamót á ferlinum.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.