Sport

Í beinni í dag: Topp­liðið í Domin­os-deildinni og tvö­föld Seinni bylgja

Anton Ingi Leifsson skrifar
Tómas Þórður Hilmarsson og félagar mæta Grindavík í kvöld.
Tómas Þórður Hilmarsson og félagar mæta Grindavík í kvöld. vísir/bára

Fjórar beinar útsendingar eru á dagskrá Stöðvar 2 Sports í kvöld og boðið er upp á handbolta, körfubolta og fótbolta.

Kvöldið hefst með leik Stjörnunnar og Grindavíkur í Dominos-deild karla. Stjarnan á toppnum á meðan Grindavík berst um að komast í úrslitakeppni.

Sampdoria og Napoli mætast svo í ítalska boltanum. Napoli verið í vandræðum en vann góðan bikarsigur á dögunum en liðið er í 11. sætinu. Sampdoria er í því sextánda.

Það verður svo boðið upp á tvöfalda Seinni bylgju í kvöld. Henry Birgir Gunnarsson og hans föruneyti mæta til leiks klukkan 21.15 og gera upp síðustu umferð í Olís deild karla.

Tæplega 90 mínútum síðar eru það svo Svava Kristín Grétarsdóttir og stöllur hennar í Seinni bylgjunni um Olís deild kvenna. Þétt dagskrá í kvöld.

Allar útsendingar næstu daga má sjá á heimasíðu Stöðvar 2.

Beinar útsendingar dagsins:

19.05 Stjarnan - Grindavík (Stöð 2 Sport)

19.35 Sampdoria - Napoli (Stöð 2 Sport 2)

21.15 Seinni bylgjan (Stöð 2 Sport)

22.45 Seinni bylgjan - Olís deild kvenna (Stöð 2 Sport)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×