Nýr leikmaður Bayern ökklabraut eina af stjörnum liðsins á æfingu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. febrúar 2020 20:45 Álvaro Odriozola kom til Bayern München í síðasta mánuði. Getty/Alex Grimm Alvaro Odriozola er nýkominn til þýska stórliðsins Bayern München en virðist hafa verið aðeins of kappsamur á æfingu liðsins í dag. Þýska blaðið Bild greindi frá því að Alvaro Odriozola hafi ökklabrotið Króatann Ivan Perisic á æfingu liðsins í dag. Ivan Perisic verður frá í að minnsta kosti einn mánuð vegna meiðslanna. Hansi Flick, sem tók tímabundið við liði Bayern München, staðfesti meiðsli leikmannsins á Twitter-síðu Bayern. ℹ️ Hansi #Flick: "Ivan's ankle has to be screwed together. It will take around four weeks for the injury to heal, then he'll begin recovery training."https://t.co/qnA5e8KgQW#ComeBackStronger— FC Bayern English (@FCBayernEN) February 4, 2020 Meiðslin voru að sjálfsögðu slys því Alvaro Odriozola ætlaði aldrei að meiða liðsfélaga sinn. „Við héldum fyrst að þetta væri ekki svo slæmt en svo kom brotið í ljós þegar ökklinn var skoðaður betur,“ sagði Hansi Flick. „Svona hlutir gerast í fótboltanum en auðvitað hefðum við viljað sjá þetta fara öðruvísi,“ sagði Flick. Bayern fékk Alvaro Odriozola á láni frá Real Madrid en hann hafði aðeins spilað fjóra deildarleiki með Real á leiktíðinni. January 22: Alvaro Odriozola joins Bayern Munich February 4: Odriozola fractures Ivan Perisic's ankle in training, reports Bildpic.twitter.com/94iVTBooy4— B/R Football (@brfootball) February 4, 2020 Alvaro Odriozola er 24 ára gamall hægri bakvörður sem kom til Real Madrid frá Real Sociedad árið 2018. Hann hefur leikið fjóra landsleiki fyrir Spán og skoraði eitt mark. Ivan Perisic er 31 árs gamall og er með fjögur mörk og fimm stoðsendingar í fimmtán leikjum með Bayern München í þýsku deildinni á þessu tímabili. Það eru líka góðar fréttir af leikmannamálum Bayern því Serge Gnabry hefur náð sér að fullu og það styttist í endurkomu Kingsley Coman. Bayern München er komið aftur í efsta sæti þýsku deildarinnar eftir sex sigurleiki í röð en liðið var í 5. sæti fyrir sex umferðum síðan. Liðið mætir Chelsea í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar og fyrri leikurinn er í London 25. febrúar. Þýski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjá meira
Alvaro Odriozola er nýkominn til þýska stórliðsins Bayern München en virðist hafa verið aðeins of kappsamur á æfingu liðsins í dag. Þýska blaðið Bild greindi frá því að Alvaro Odriozola hafi ökklabrotið Króatann Ivan Perisic á æfingu liðsins í dag. Ivan Perisic verður frá í að minnsta kosti einn mánuð vegna meiðslanna. Hansi Flick, sem tók tímabundið við liði Bayern München, staðfesti meiðsli leikmannsins á Twitter-síðu Bayern. ℹ️ Hansi #Flick: "Ivan's ankle has to be screwed together. It will take around four weeks for the injury to heal, then he'll begin recovery training."https://t.co/qnA5e8KgQW#ComeBackStronger— FC Bayern English (@FCBayernEN) February 4, 2020 Meiðslin voru að sjálfsögðu slys því Alvaro Odriozola ætlaði aldrei að meiða liðsfélaga sinn. „Við héldum fyrst að þetta væri ekki svo slæmt en svo kom brotið í ljós þegar ökklinn var skoðaður betur,“ sagði Hansi Flick. „Svona hlutir gerast í fótboltanum en auðvitað hefðum við viljað sjá þetta fara öðruvísi,“ sagði Flick. Bayern fékk Alvaro Odriozola á láni frá Real Madrid en hann hafði aðeins spilað fjóra deildarleiki með Real á leiktíðinni. January 22: Alvaro Odriozola joins Bayern Munich February 4: Odriozola fractures Ivan Perisic's ankle in training, reports Bildpic.twitter.com/94iVTBooy4— B/R Football (@brfootball) February 4, 2020 Alvaro Odriozola er 24 ára gamall hægri bakvörður sem kom til Real Madrid frá Real Sociedad árið 2018. Hann hefur leikið fjóra landsleiki fyrir Spán og skoraði eitt mark. Ivan Perisic er 31 árs gamall og er með fjögur mörk og fimm stoðsendingar í fimmtán leikjum með Bayern München í þýsku deildinni á þessu tímabili. Það eru líka góðar fréttir af leikmannamálum Bayern því Serge Gnabry hefur náð sér að fullu og það styttist í endurkomu Kingsley Coman. Bayern München er komið aftur í efsta sæti þýsku deildarinnar eftir sex sigurleiki í röð en liðið var í 5. sæti fyrir sex umferðum síðan. Liðið mætir Chelsea í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar og fyrri leikurinn er í London 25. febrúar.
Þýski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjá meira