Sport

Sló heimsmet í annað sinn á Reykjavíkurleikum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Frá vinstri Arna Ösp Gunnarsdóttir (2. sæti), Kimberly Walford (1. sæti), Kristín Þórhallsdóttir (3. sæti).
Frá vinstri Arna Ösp Gunnarsdóttir (2. sæti), Kimberly Walford (1. sæti), Kristín Þórhallsdóttir (3. sæti). Þóra Hrönn Njálsdóttir

Kraftlyftingarkeppni Reykjavíkur leikanna fór fram í Laugardalshöll í dag. Þar gerði Kimberly Walford frá Bandaríkjunum sér lítið fyrir og setti heimsmet í réttstöðulyftu í sínum flokki. Er þett aí annað sinn sem hún setur heimsmet á Reykjavíkurleikunum.

Walford keppir í -71 kg flokki og setti hún fyrra metið er hún kom á Reykjavíkurleikana fyrir þremur árum síðan.

Lyfti hún 244 kg í dag en það er einu kg meira en Walford lyfti árið 2017. Hún vann því til gullverðlauna á leikunum, ásamt því að setja heimsmet. Í 2. sæti var Arna Ösp Gunnarsdóttir úr Kraftlyftingafélagi Mosfellsbæjar og þar á eftir kom Kristín Þórhallsdóttir úr Kraftlyftingafélagi Akraness.

Í karla flokki sigraði Viktor Samúelsson úr Kraftlyftingafélagi Akureyrar en hann er margfaldur Íslandsmeistari. Í 2. sæti var Friðbjörn Bragi Hlynsson úr Kraftlyftingarfélagi Mosfellsbæjar og þar á eftir kom Ingvi Örn Friðriksson úr Kraftlyftingafélagi Akureryrar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×