Robert Abela nýr forsætisráðherra Möltu Sylvía Hall skrifar 12. janúar 2020 09:50 Robert Abela (t.v.) við kveðjuathöfn Joseph Muscat á föstudag. Vísir/AP Robert Abela hefur verið kjörinn formaður Verkamannaflokksins á Möltu og mun taka við stóli forsætisráðherra eftir að Joseph Muscat sagði af sér embætti í síðasta mánuði. Abela hlaut 57,9 prósent atkvæða en forveri hans í starfi sagði af sér vegna tengsla ríkisstjórnarinnar við morð á blaðakonu þar í landi. Kallað hafði verið eftir afsögn hans vegna morðsins á rannsóknarblaðakonunni Daphne Caruana Galizia sem var myrt með bílsprengju árið 2017. Einstaklingar með sterk tengsl inn í ríkisstjórn Muscat eru grunaðir um aðild að morðinu og höfðu þrír stigið til hliðar frá störfum fyrir ríkisstjórnina vegna málsins, þar á meðal ferðamálaráðherra og efnahagsmálaráðherra.Sjá einnig: Þrír stjórnmálamenn sagt af sér á Möltu Galizia hafði verið að rannsaka spillingarmál tengd maltneskum stjórnmálamönnum. Muscat sagði hana hafa verið sinn helsta andstæðing en lofaði þó að handsama morðingja hennar. Það væri ólíðandi að einhver þyrfti að deyja vegna starfs síns og hún hefði einungis verið að sinna sínu starfi þegar hún var myrt. Sonur Galizia hefur áður sagt ríkisstjórnina meðseka í morði hennar. Í desember síðastliðnum var maltneski viðskiptajöfurinn Yorgen Fenech ákærður fyrir aðild að morðinu. Malta Tengdar fréttir Forsætisráðherra Möltu segir af sér í skugga morðmáls Joseph Muscat, forsætisráðherra Möltu, mun láta af embætti á nýju ári. Kallað hefur verið eftir uppsögn hans í kjölfar morðs á maltneskri blaðakonu árið 2017. Einstaklingar með sterkt tengsl inn í ríkisstjórn Muscat eru grunaðir um aðild að morðinu. 1. desember 2019 20:03 Aðstoðarmaður forsætisráðherra Möltu neitar sök vegna morðs blaðakonu Keith Schembri, fyrrverandi aðstoðarmaður Josheph Muscat, forsætisráðherra Möltu, segist ekki hafa lekið upplýsingum um rannsókn á morði blaðakonunnar Daphne Caruana Galizia til mannsins sem grunaður er um að hafa skipulagt morð hennar. 18. desember 2019 16:20 Maltneskur viðskiptajöfur handtekinn á snekkju sinni Lögreglan á Möltu hefur handtekið viðskiptajöfurinn Yorgen Fenech. Hann var handtekinn í morgun klukkan hálfsex að staðartíma þar sem hann dvaldi um borð í snekkju sinni skammt í Portomaso á Möltu. 20. nóvember 2019 08:38 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Bandamaður Trumps skotinn á fjölmennum viðburði Erlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
Robert Abela hefur verið kjörinn formaður Verkamannaflokksins á Möltu og mun taka við stóli forsætisráðherra eftir að Joseph Muscat sagði af sér embætti í síðasta mánuði. Abela hlaut 57,9 prósent atkvæða en forveri hans í starfi sagði af sér vegna tengsla ríkisstjórnarinnar við morð á blaðakonu þar í landi. Kallað hafði verið eftir afsögn hans vegna morðsins á rannsóknarblaðakonunni Daphne Caruana Galizia sem var myrt með bílsprengju árið 2017. Einstaklingar með sterk tengsl inn í ríkisstjórn Muscat eru grunaðir um aðild að morðinu og höfðu þrír stigið til hliðar frá störfum fyrir ríkisstjórnina vegna málsins, þar á meðal ferðamálaráðherra og efnahagsmálaráðherra.Sjá einnig: Þrír stjórnmálamenn sagt af sér á Möltu Galizia hafði verið að rannsaka spillingarmál tengd maltneskum stjórnmálamönnum. Muscat sagði hana hafa verið sinn helsta andstæðing en lofaði þó að handsama morðingja hennar. Það væri ólíðandi að einhver þyrfti að deyja vegna starfs síns og hún hefði einungis verið að sinna sínu starfi þegar hún var myrt. Sonur Galizia hefur áður sagt ríkisstjórnina meðseka í morði hennar. Í desember síðastliðnum var maltneski viðskiptajöfurinn Yorgen Fenech ákærður fyrir aðild að morðinu.
Malta Tengdar fréttir Forsætisráðherra Möltu segir af sér í skugga morðmáls Joseph Muscat, forsætisráðherra Möltu, mun láta af embætti á nýju ári. Kallað hefur verið eftir uppsögn hans í kjölfar morðs á maltneskri blaðakonu árið 2017. Einstaklingar með sterkt tengsl inn í ríkisstjórn Muscat eru grunaðir um aðild að morðinu. 1. desember 2019 20:03 Aðstoðarmaður forsætisráðherra Möltu neitar sök vegna morðs blaðakonu Keith Schembri, fyrrverandi aðstoðarmaður Josheph Muscat, forsætisráðherra Möltu, segist ekki hafa lekið upplýsingum um rannsókn á morði blaðakonunnar Daphne Caruana Galizia til mannsins sem grunaður er um að hafa skipulagt morð hennar. 18. desember 2019 16:20 Maltneskur viðskiptajöfur handtekinn á snekkju sinni Lögreglan á Möltu hefur handtekið viðskiptajöfurinn Yorgen Fenech. Hann var handtekinn í morgun klukkan hálfsex að staðartíma þar sem hann dvaldi um borð í snekkju sinni skammt í Portomaso á Möltu. 20. nóvember 2019 08:38 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Bandamaður Trumps skotinn á fjölmennum viðburði Erlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
Forsætisráðherra Möltu segir af sér í skugga morðmáls Joseph Muscat, forsætisráðherra Möltu, mun láta af embætti á nýju ári. Kallað hefur verið eftir uppsögn hans í kjölfar morðs á maltneskri blaðakonu árið 2017. Einstaklingar með sterkt tengsl inn í ríkisstjórn Muscat eru grunaðir um aðild að morðinu. 1. desember 2019 20:03
Aðstoðarmaður forsætisráðherra Möltu neitar sök vegna morðs blaðakonu Keith Schembri, fyrrverandi aðstoðarmaður Josheph Muscat, forsætisráðherra Möltu, segist ekki hafa lekið upplýsingum um rannsókn á morði blaðakonunnar Daphne Caruana Galizia til mannsins sem grunaður er um að hafa skipulagt morð hennar. 18. desember 2019 16:20
Maltneskur viðskiptajöfur handtekinn á snekkju sinni Lögreglan á Möltu hefur handtekið viðskiptajöfurinn Yorgen Fenech. Hann var handtekinn í morgun klukkan hálfsex að staðartíma þar sem hann dvaldi um borð í snekkju sinni skammt í Portomaso á Möltu. 20. nóvember 2019 08:38