Sport

Kansas City Chiefs lenti 24-0 undir en vann samt yfirburðasigur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Patrick Mahomes fagnar ótrúlegum endurkomusigri Kansas City Chiefs í gær.
Patrick Mahomes fagnar ótrúlegum endurkomusigri Kansas City Chiefs í gær. Getty/David Eulitt

Kansas City Chiefs og Green Bay Packers tryggðu sér sæti í úrslitaleiknum deildanna í NFL-deildinni í nótt. Þar með er ljóst hvaða félög spila um sæti í Super Bowl um næstu helgi.

Green Bay Packers vann 28-23 sigur á Seattle Seahawks en Kansas City Chiefs vann 51-31 sigur á Houston Texans í ótrúlegum sveifluleik.

Tennessee Titans og San Francisco 49ers höfðu tryggt sér sín sæti á laugardaginn. 49ers tekur á móti Green Bay Packers í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar en Kansas City Chiefs fær Tennessee Titans í úrslitaleik Ameríkudeildarinnar. Báðir leikirnir fara fram á sunnudaginn kemur.



Það leit ekki út fyrir góðan dag Kansas City Chiefs liðsins í upphafi leik þegar allt gekk á afturfótunum hjá liðinu og Houston Texans komst í 24-0.

Það tók Patrick Mahomes og félaga aðeins annan leikhlutann til að snúa við leiknum og komast yfir fyrir hálfleik. Mahomes setti met með því að senda fjórar snertimarkssendinga í öðrum leikhlutanum þar af þrjá sér á innherjann Travis Kelce.

Leikmenn Kansas City Chiefs skoruðu á endnaum 41 stig í röð án þess að gestirnir í Texans næðu að svara fyrir sig.



Davante Adams átti frábæran leik með Green Bay Packers í 28-23 sigri á Seattle Seahawks en Adams skoraði tvö snertimörk eins og hlauparinn Aaron Jones. Adams greip alls átta bolta og fyrir 160 jördum í leiknum.

Green Bay Packers komst í 21-3 í lok annars leikhluta og í 28-10 í þriðja leikhluta áður en gestunum í Seahawks tókst að minnka muninn í lokin.





NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×