Lífið

Milljarða­mæringurinn og fyrir­sætan Gustav Magnar elskar að ferðast

Stefán Árni Pálsson skrifar
Gustav Magnar er einn yngsti milljarðamæringur heims.
Gustav Magnar er einn yngsti milljarðamæringur heims. mynd/instagram

Gustav Magnar Witzøe er einn yngsti milljarðamæringur heims. Auðæfi hans eru metin á um 400 milljarða íslenskra króna og eru þau tilkomin vegna eldis á laxi í sjókvíum.Vísir fjallaði um Witzøe fyrr í dag en norskir miðlar hafa oftar en ekki gert sér mat úr þeim ríka.Gustav ratar reglulega í norsku miðlana en hann er vinsæll á samfélagsmiðlinum Instagram.Þar er hann með 111 þúsund fylgjendur og má augljóslega sjá að hann hugsar mikið um tísku og ferðast reglulega á framandi og fallega staði um heim allan.Gustav starfar einnig sem fyrirsæta og eins og sjá má á Instagram-reikningi hans eru nóg að gera hjá honum á þeim vettvangi.Hér að neðan má sjá nokkrar vel valdar myndir af Instagram-reikningi hans þar sem augljóslega sést að hann elskar að ferðast um allan heim, og þar fer ávallt vel um kappann. 

Mættur til Dúbaí
Hér má sjá Gustav í Frakklandi árið 2016.
Frakkland er greinilega í miklu uppáhaldi.
Gustav þykir efnilega fyrirsæta.
Feðgarnir eru miklir stuðningsmenn Manchester United.
Pælir mikið í útlitinu.

Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.