Lífið

Milljarða­mæringurinn og fyrir­sætan Gustav Magnar elskar að ferðast

Stefán Árni Pálsson skrifar
Gustav Magnar er einn yngsti milljarðamæringur heims.
Gustav Magnar er einn yngsti milljarðamæringur heims. mynd/instagram

Gustav Magnar Witzøe er einn yngsti milljarðamæringur heims. Auðæfi hans eru metin á um 400 milljarða íslenskra króna og eru þau tilkomin vegna eldis á laxi í sjókvíum.

Vísir fjallaði um Witzøe fyrr í dag en norskir miðlar hafa oftar en ekki gert sér mat úr þeim ríka.

Gustav ratar reglulega í norsku miðlana en hann er vinsæll á samfélagsmiðlinum Instagram.

Þar er hann með 111 þúsund fylgjendur og má augljóslega sjá að hann hugsar mikið um tísku og ferðast reglulega á framandi og fallega staði um heim allan.

Gustav starfar einnig sem fyrirsæta og eins og sjá má á Instagram-reikningi hans eru nóg að gera hjá honum á þeim vettvangi.

Hér að neðan má sjá nokkrar vel valdar myndir af Instagram-reikningi hans þar sem augljóslega sést að hann elskar að ferðast um allan heim, og þar fer ávallt vel um kappann. 

Mættur til Dúbaí
Hér má sjá Gustav í Frakklandi árið 2016.
Frakkland er greinilega í miklu uppáhaldi.
Gustav þykir efnilega fyrirsæta.
Feðgarnir eru miklir stuðningsmenn Manchester United.
Pælir mikið í útlitinu.

Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.