Fótbolti

Bað liðs­fé­lagana um lán vegna brúð­kaups en eyddi því í veð­mál

Anton Ingi Leifsson skrifar
Adnan Mohammad í leik með Lyngby.
Adnan Mohammad í leik með Lyngby. vísir/getty

Adnan Mohammad og danska úrvalsdeildarfélagið Lyngby komust að samkomulagi í nóvember að rifta samningnum.

Margir í Danmörku ruku upp stór augu er þetta var tilkynnt því Mohammad hafði tvö og hálft ár eftir af samningi sínum en ástæðan var einföld; spilafíkn.

Þessi 23 ára gamli leikmaður er sagður reglulega hafað fengið lánaðan pening frá leikmönnum liðsins. Hann skrifaði helst til þeirra sem yngri voru og í gegnum samskiptamiðla.Hann notaði peninginn í veðmál en hann sagði meðal annars við þá að hann þyrfti lán vegna brúðkaups. Talið er að hann hafi fengið 50 þúsund danskar krónur lánaðar hjá einum yngri leikmanni liðsins en það jafngildir rúmlega 900 þúsund íslenskum krónum.

Mikil spenna var kominn í búningsherbergi Lyngby og ákváðu forráðamenn félagsins því að leysa hann undan samningi en hann spilaði 27 leiki með félaginu.

Áður hafði hann spilað með FC Helsingør og FC Nordsjælland en einnig hefur hann spilað með landsliði Pakistan.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.