Sport

Spiluðu rangan þjóðsöng

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
vísir/epa

Neyðarleg uppákoma átti sér stað á tennismóti í Sydney í Ástralíu í gær.

Þar fer fram þessa dagana mót milli landsliða og skipuleggjendur spiluðu vitlausan þjóðsöng fyrir leik Belgíu og Moldóvu. Það var þjóðsöngur Moldóvu sem klikkaði.

„Við erum alveg miður okkar yfir þessu og biðjum lið Moldóvu innilegrar afsökunar,“ sagði í yfirlýsingu frá skipuleggjendum.

Þetta er í fyrsta sinn sem ATP Cup mótið fer fram og þessi byrjun lofar ekki góðu fyrir framhaldið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×