Skapari Ugly Betty-þáttanna fallinn frá Atli Ísleifsson skrifar 8. janúar 2020 10:28 Silvio Horta fæddist í Miami fyrir 45 árum. Getty Skapari bandarísku sjónvarpsþáttanna Ugly Betty, Silvio Horta, er látinn, 45 ára að aldri. Umboðsmaður Horta staðfestir þetta í samtali við bandaríska fjölmiðla. Leikkonan America Ferrera, sem fór með hlutverk Betty í þáttunum, segist vera í áfalli og miður sín vegna fregnanna af láti handritshöfundarins og framleiðandans. Hann fannst látinn í Miami í gær. Alls voru gerðar fjórar þáttaraðir af Ugly Betty á árunum 2006 til 2010, en þeir byggðu á kólumbísku þáttunum Yo soy Betty, la fea. Þættirnir fjölluðu um hina barnslegu Betty Suarez, mexíkósk-bandarískri blaðakonu sem tekur við starfi hjá tískutímariti í New York. Ferrera vann bæði til Golden Globe og Emmy-verðlauna fyrir frammistöðu sína í þáttunum. Hinn kúbansk-bandaríski Silvio Horta fæddist í Miami og stundaði kvikmyndanám í New York. Hann sló í gegn árið 1998 fyrir handrit sitt að hryllingsmyndinni Urban Legend. View this post on Instagram I’m stunned and heartbroken to hear the devastating news of Ugly Betty creator, Silvio Horta’s death. His talent and creativity brought me and so many others such joy & light. I’m thinking of his family and loved ones who must be in so much pain right now- and of the whole Ugly Betty family who feel this loss so deeply. A post shared by America Ferrera (@americaferrera) on Jan 7, 2020 at 4:54pm PST Andlát Bandaríkin Mest lesið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Bíó og sjónvarp Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Skapari bandarísku sjónvarpsþáttanna Ugly Betty, Silvio Horta, er látinn, 45 ára að aldri. Umboðsmaður Horta staðfestir þetta í samtali við bandaríska fjölmiðla. Leikkonan America Ferrera, sem fór með hlutverk Betty í þáttunum, segist vera í áfalli og miður sín vegna fregnanna af láti handritshöfundarins og framleiðandans. Hann fannst látinn í Miami í gær. Alls voru gerðar fjórar þáttaraðir af Ugly Betty á árunum 2006 til 2010, en þeir byggðu á kólumbísku þáttunum Yo soy Betty, la fea. Þættirnir fjölluðu um hina barnslegu Betty Suarez, mexíkósk-bandarískri blaðakonu sem tekur við starfi hjá tískutímariti í New York. Ferrera vann bæði til Golden Globe og Emmy-verðlauna fyrir frammistöðu sína í þáttunum. Hinn kúbansk-bandaríski Silvio Horta fæddist í Miami og stundaði kvikmyndanám í New York. Hann sló í gegn árið 1998 fyrir handrit sitt að hryllingsmyndinni Urban Legend. View this post on Instagram I’m stunned and heartbroken to hear the devastating news of Ugly Betty creator, Silvio Horta’s death. His talent and creativity brought me and so many others such joy & light. I’m thinking of his family and loved ones who must be in so much pain right now- and of the whole Ugly Betty family who feel this loss so deeply. A post shared by America Ferrera (@americaferrera) on Jan 7, 2020 at 4:54pm PST
Andlát Bandaríkin Mest lesið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Bíó og sjónvarp Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira