Bíó og sjónvarp

Skapari Ugly Betty-þáttanna fallinn frá

Atli Ísleifsson skrifar
Silvio Horta fæddist í Miami fyrir 45 árum.
Silvio Horta fæddist í Miami fyrir 45 árum. Getty

Skapari bandarísku sjónvarpsþáttanna Ugly Betty, Silvio Horta, er látinn, 45 ára að aldri. Umboðsmaður Horta staðfestir þetta í samtali við bandaríska fjölmiðla.

Leikkonan America Ferrera, sem fór með hlutverk Betty í þáttunum, segist vera í áfalli og miður sín vegna fregnanna af láti handritshöfundarins og framleiðandans. Hann fannst látinn í Miami í gær.

Alls voru gerðar fjórar þáttaraðir af Ugly Betty á árunum 2006 til 2010, en þeir byggðu á kólumbísku þáttunum Yo soy Betty, la fea.

Þættirnir fjölluðu um hina barnslegu Betty Suarez, mexíkósk-bandarískri blaðakonu sem tekur við starfi hjá tískutímariti í New York.

Ferrera vann bæði til Golden Globe og Emmy-verðlauna fyrir frammistöðu sína í þáttunum.

Hinn kúbansk-bandaríski Silvio Horta fæddist í Miami og stundaði kvikmyndanám í New York. Hann sló í gegn árið 1998 fyrir handrit sitt að hryllingsmyndinni Urban Legend.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.