Fótbolti

Stefán Teitur kallaður inn í A-lands­liðið

Anton Ingi Leifsson skrifar
Stefán í leik gegn Stjörnunni í sumar.
Stefán í leik gegn Stjörnunni í sumar. vísir/bára

Skagamaðurinn, Stefán Teitur Þórðarson, hefur verið kallaður inn í A-landslið karla fyrir verkefni sem bíður landsliðsins síðar í mánuðinum.

Stefán Teitur kemur í stað Emils Hallfreðssonar sem dró sig út úr verkefninu eftir að hann samdi við Padova í ítölsku C-deildinni.

Stefán var lykilmaður í liði ÍA á síðustu leiktíð. Hann spilaði 20 leiki liðsins í Pepsi Max-deildinni og skoraði í þeim eitt mark.
Hann á að baki tólf leiki fyrir U21-árs landsliðið og hefur skorað í þeim eitt mark.

Ísland mætir El Salvador og Kanada í Bandaríkjunum í janúar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.