Los Angeles liðin verða bæði í „Hard Knocks“ í ár og fyrsti þátturinn er í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. ágúst 2020 11:45 Það syttust í það að Aaron Donald og félagar í Los Angeles Rams hlaupi út á völl í fyrsta leik en áður verða þeir til umfjöllunar í „Hard Knocks“ þáttunum. Getty/Jayne Kamin-Oncea Það styttist í NFL tímabilið þrátt fyrir mjög óvenjulega tíma í Bandaríkjunum sem og annars staðar í heiminum. Árleg áminning um það er það þegar „Hard Knocks“ þættirnir vinsælu mæta á svæðið. Fyrsti þátturinn í ár verður sýndur á Stöð 2 Sport 2 í kvöld. Hard Knocks þættirnir fjalla að þessu sinni um bæði Los Angeles liðin en þetta er í fyrsta sinn sem tvö lið verða til umfjöllunar í einu. Í þessum fróðlegu og skemmtilegu þáttum fá áhorfendur að vera fluga á vegg á undirbúningstímabilum NFL-liða og sjá hvað gerist á bak við tjöldin. Þetta er fimmtánda árið sem NFL deildin velur eitt (og nú tvö) félög til að fylgja eftir á undirbúningstímabilinu en að þessu sinni verða teknir upp meira en 2300 klukkutímar af efni sem síðan verður matreitt í þáttunum. Fyrsti þátturinn af „Hard Knocks 2020“ verður sýndur á Stöð 2 Sport 2 í kvöld og verður hann strax á eftir Meistaradeildarleik Barcelona og Bayern München eða klukkan 21.30. TONIGHT S THE NIGHT #HardKnocks pic.twitter.com/5plyrM3He1— Los Angeles Rams (@RamsNFL) August 12, 2020 Undirbúningsleikirnir í NFL ættu vera farnir í gang og liðin búin að æfa í nokkrar vikur en kórónuveirufaraldurinn hefur haft mikil áhrif þar eins og annars staðar. Undirbúningstímabilið er því mjög óhefðbundið sem gerir jafnframt þessa þætti í ár mjög forvitnilega. Umfjöllunarefni „Hard Knocks“ verður því annað en vanalega því æfingarnar eru talsvert öðruvísi og liðin eru ekki að spila æfingaleiki eða æfa með öðrum félögum. Los Angeles liðin eru Los Angeles Rams og Los Angeles Chargers en þau eru að taka í notkun nýjan stórkostlegan leikvang á þessu tímabili. Los Angeles Rams spilaði á Los Angeles Memorial Coliseum leikvanginum í fyrra en Los Angeles Chargers spilaði á Dignity Health Sports Park sem var afar dapur á NFL-mælikvarða. Nú er búið að byggja hinn stórbrotna SoFi Stadium í Inglewood en hann tekur yfir sjötíu þúsund áhorfendur og mun á næstu árum hýsa Super Bowl 2022, HM í fótbolta 2026 og Ólympíuleikana 2028. „Hard Knocks“ þættirnir verða sýndir á föstudagskvöldum næstu vikur en þeir verða fimm talsins. Þættirnir eru frumsýndir á HBO í Bandaríkjunum í sömu viku. "I've been lifting too!"Donte Deayon is trying to get on @AaronDonald97's level. @AyoItsND (via @NFLFilms) : #HardKnocks | Tuesday at 10pm on @HBO pic.twitter.com/Igt7C30Ho0— NFL (@NFL) August 10, 2020 NFL Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Fótbolti Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Fleiri fréttir „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Dagskráin: United á Old Trafford, Extra og píla beint úr Ally Pally „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Sjá meira
Það styttist í NFL tímabilið þrátt fyrir mjög óvenjulega tíma í Bandaríkjunum sem og annars staðar í heiminum. Árleg áminning um það er það þegar „Hard Knocks“ þættirnir vinsælu mæta á svæðið. Fyrsti þátturinn í ár verður sýndur á Stöð 2 Sport 2 í kvöld. Hard Knocks þættirnir fjalla að þessu sinni um bæði Los Angeles liðin en þetta er í fyrsta sinn sem tvö lið verða til umfjöllunar í einu. Í þessum fróðlegu og skemmtilegu þáttum fá áhorfendur að vera fluga á vegg á undirbúningstímabilum NFL-liða og sjá hvað gerist á bak við tjöldin. Þetta er fimmtánda árið sem NFL deildin velur eitt (og nú tvö) félög til að fylgja eftir á undirbúningstímabilinu en að þessu sinni verða teknir upp meira en 2300 klukkutímar af efni sem síðan verður matreitt í þáttunum. Fyrsti þátturinn af „Hard Knocks 2020“ verður sýndur á Stöð 2 Sport 2 í kvöld og verður hann strax á eftir Meistaradeildarleik Barcelona og Bayern München eða klukkan 21.30. TONIGHT S THE NIGHT #HardKnocks pic.twitter.com/5plyrM3He1— Los Angeles Rams (@RamsNFL) August 12, 2020 Undirbúningsleikirnir í NFL ættu vera farnir í gang og liðin búin að æfa í nokkrar vikur en kórónuveirufaraldurinn hefur haft mikil áhrif þar eins og annars staðar. Undirbúningstímabilið er því mjög óhefðbundið sem gerir jafnframt þessa þætti í ár mjög forvitnilega. Umfjöllunarefni „Hard Knocks“ verður því annað en vanalega því æfingarnar eru talsvert öðruvísi og liðin eru ekki að spila æfingaleiki eða æfa með öðrum félögum. Los Angeles liðin eru Los Angeles Rams og Los Angeles Chargers en þau eru að taka í notkun nýjan stórkostlegan leikvang á þessu tímabili. Los Angeles Rams spilaði á Los Angeles Memorial Coliseum leikvanginum í fyrra en Los Angeles Chargers spilaði á Dignity Health Sports Park sem var afar dapur á NFL-mælikvarða. Nú er búið að byggja hinn stórbrotna SoFi Stadium í Inglewood en hann tekur yfir sjötíu þúsund áhorfendur og mun á næstu árum hýsa Super Bowl 2022, HM í fótbolta 2026 og Ólympíuleikana 2028. „Hard Knocks“ þættirnir verða sýndir á föstudagskvöldum næstu vikur en þeir verða fimm talsins. Þættirnir eru frumsýndir á HBO í Bandaríkjunum í sömu viku. "I've been lifting too!"Donte Deayon is trying to get on @AaronDonald97's level. @AyoItsND (via @NFLFilms) : #HardKnocks | Tuesday at 10pm on @HBO pic.twitter.com/Igt7C30Ho0— NFL (@NFL) August 10, 2020
NFL Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Fótbolti Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Fleiri fréttir „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Dagskráin: United á Old Trafford, Extra og píla beint úr Ally Pally „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Sjá meira