Sport

Haf­þór Júlíus: Það er kominn tími á eitt­hvað annað

Anton Ingi Leifsson skrifar
Fjallið á Selfossi í dag.
Fjallið á Selfossi í dag. vísir/skjáskot

Þrátt fyrir að það séu engir kappleikir hér á landi um þessar mundir þá fer keppnin um sterkasta mann Íslands fram um helgina.

Hafþór Júlíus Björnsson og fleiri munu berjast um titilinn en keppt er á Selfossi um helgina.

Keppnin hófst í dag þar sem sterkustu menn landsins kepptu um heiðurinn; Sterkasta mann Íslands.

„Þetta sport er búið að gera svo rosalega mikið fyrir mig og ég mun sakna þess að keppa hérna alla ævi,“ sagði Fjallið á Selfossi í dag.

„Þetta er búið að vera skemmtileg „journey“. Það fer ekki á milli mála. Það er kominn tími á eitthvað annað.“

Hafþór á titil að verja og það sem meira er; hann er búinn að vinna keppnina níu ár í röð.

„Ég er búinn að vinna titilinn níu ár í röð og ef ég vinn í ár; þá er það tíu ár í röð. Er ekki kominn tími á að hleypa öðrum strákum að?“ sagði Fjallið í léttum tón.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.