Sport

Ásdís sænskur bikarmeistari í spjótkasti

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ásdís Hjálmsdóttir Annerud hefur átt magnaðan feril sem er að enda í haust. Hún er þó ekki hætt að safna að sér verðlaunum.
Ásdís Hjálmsdóttir Annerud hefur átt magnaðan feril sem er að enda í haust. Hún er þó ekki hætt að safna að sér verðlaunum. Getty/Ian Walton

Ásdís Hjálmsdóttir Annerud keppti í gær í spjótkasti í sænsku bikarkeppninni. Ásdís kastaði lengst 58,14 metra, setti mótsmet og vann til gullverðlauna.

Frjálsíþróttasambandið segir frá gullverðlaunum Ásdísar á heimasíðu sinni.

Íslandsmet Ásdísar er kast upp á 63,43 metra í Joensuu í Finnlandi i júlímánuði fyrir rúmum þremur árum. Það var í sjöunda skiptið sem hún bætti Íslandsmetið sitt.

Ásdís hefur lengt kastað 61,24 metra á þessu tímabili en það var á móti í Svíþjóð í júní.

Ásdís keppir fyrir Spårvägens Friidrottsklubb og fór mótið fram á hennar heimavelli. Næstu helgi verður svo sænska meistaramótið þar sem Ásdís verður aftur á meðal keppenda.

Þetta er síðasta tímabil Ásdísar á ferlinum en hún hefur tilkynnt að hún ætli að hætta í haust.

Ásdís ætlaði að enda ferillinn á því að keppa á sínum fjórðu Ólympíuleikum en ekkert varð að því þegar leikunum var frestað um eitt ár.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.