Gærdagurinn sá stærsti í þessari bylgju Birgir Olgeirsson skrifar 7. ágúst 2020 10:26 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna. Vísir/Vilhelm „Ég er ekki kominn með endanlegar tölur en þetta er orðinn langstærsti dagurinn,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna, í samtali við Vísi. Víðir var nýkominn af fundi stýrihóps sóttvarnalæknis og almannavarna. Þar var farið yfir stöðuna í faraldrinum. Hópurinn hafði meðferðis upplýsingar um fjölda þeirra sem greindist með smit í gær. Boðað hafði verið að hópurinn myndi endurskoða orðalag tveggja metra reglunnar á þessum fundi. „Sú umræða var stutt,“ segir Víðir. „Umræðan snerist meira um að herða aðgerðirnar heldur en að veita eitthvað svigrúm til undanþága. Þetta er allt í skoðun ennþá en það er ljóst að við þurfum að herða umræðuna um að gildandi reglum verði framfylgt betur en verið hefur. Það er alveg ljóst að það þarf miklu frekar að herða á tveggja metra reglunni en að fækka þeim sem mega koma saman. En þetta er allt í skoðun,“segir Víðir. Víðir segir að verið sé að meta þann fjölda smita sem hefur greinst síðustu vikuna og hvort aðrar aðgerðir hefðu reynst betur í því samhengi eða hvort strangari eftirfylgni og útfærsla á þeim reglum sem eru í gildi hefði dugað. Hvaða annara aðgerða hefði verið hægt að grípa til? „Ef við skoðum hvað við vorum með í seinni hlutanum í mars, þá vorum við komin niður í 20 manna samkomubann og lokuðum ýmissi starfsemi sem er opin í dag. Það voru töluvert harðari aðgerðir í gangi frá 24. mars heldur en við erum með núna. En við höfum verulegar áhyggjur af því að þurfa að ganga lengra en við gerum núna.“ Víðir segir að áherslan verði lögð á að fjalla um þær aðgerðir sem eru í gildi í dag og hversu mikilvægt sé að framfylgja þeim. „En við viljum skoða einhverja daga í viðbót áður en við grípum til harðari aðgerða og eigum eftir að ræða við aðila innan heilbrigðiskerfisins, hvernig ástandið er á þessu fólki sem er með Covid núna, hvort álag hafi myndast á heilbrigðiskerfið.“ Nýjar tölur verða birtar á covid.is klukkan 11. Mest lesið Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Ungliðar undirrita drengskaparheit Innlent Fleiri fréttir Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Sjá meira
„Ég er ekki kominn með endanlegar tölur en þetta er orðinn langstærsti dagurinn,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna, í samtali við Vísi. Víðir var nýkominn af fundi stýrihóps sóttvarnalæknis og almannavarna. Þar var farið yfir stöðuna í faraldrinum. Hópurinn hafði meðferðis upplýsingar um fjölda þeirra sem greindist með smit í gær. Boðað hafði verið að hópurinn myndi endurskoða orðalag tveggja metra reglunnar á þessum fundi. „Sú umræða var stutt,“ segir Víðir. „Umræðan snerist meira um að herða aðgerðirnar heldur en að veita eitthvað svigrúm til undanþága. Þetta er allt í skoðun ennþá en það er ljóst að við þurfum að herða umræðuna um að gildandi reglum verði framfylgt betur en verið hefur. Það er alveg ljóst að það þarf miklu frekar að herða á tveggja metra reglunni en að fækka þeim sem mega koma saman. En þetta er allt í skoðun,“segir Víðir. Víðir segir að verið sé að meta þann fjölda smita sem hefur greinst síðustu vikuna og hvort aðrar aðgerðir hefðu reynst betur í því samhengi eða hvort strangari eftirfylgni og útfærsla á þeim reglum sem eru í gildi hefði dugað. Hvaða annara aðgerða hefði verið hægt að grípa til? „Ef við skoðum hvað við vorum með í seinni hlutanum í mars, þá vorum við komin niður í 20 manna samkomubann og lokuðum ýmissi starfsemi sem er opin í dag. Það voru töluvert harðari aðgerðir í gangi frá 24. mars heldur en við erum með núna. En við höfum verulegar áhyggjur af því að þurfa að ganga lengra en við gerum núna.“ Víðir segir að áherslan verði lögð á að fjalla um þær aðgerðir sem eru í gildi í dag og hversu mikilvægt sé að framfylgja þeim. „En við viljum skoða einhverja daga í viðbót áður en við grípum til harðari aðgerða og eigum eftir að ræða við aðila innan heilbrigðiskerfisins, hvernig ástandið er á þessu fólki sem er með Covid núna, hvort álag hafi myndast á heilbrigðiskerfið.“ Nýjar tölur verða birtar á covid.is klukkan 11.
Mest lesið Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Ungliðar undirrita drengskaparheit Innlent Fleiri fréttir Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Sjá meira