Sport

Al­múginn fær ekki að hlaupa í Lundúnar­mara­þoninu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Frá maraþoninu á síðasta ári.
Frá maraþoninu á síðasta ári. vísir/getty

Forráðamenn Lundúnarmaraþonsins hafa gefið það út að ekkert verður af stóru hlaupi í ár og einungis „elítu hlauparar“ munu fá að hlaupa.

Kórónuveiran hefur haft sín áhrif á Englandi eins og annars staðar í heiminum og því hafa forráðamennirnir gefið út að ekkert verður úr stóru hlaupi í ár.

Ástæðan er fjöldatakmarkanir í Englandi og því verða bara helstu hlaupararnir sem fá að hlaupa í maraþoninu í ár sem fer fram 4. október.

Heimsmeistarinn Eliud Kipchoega verður í hlaupinu í ár sem og m.a. Kenenisa Bekele og fleiri reynslumiklir hlauparar.

Hin 45 þúsund sem hlaupa venjulega í hlaupinu, þar á meðal dágóður fjöldi af Íslendingum, verða því að minnsta kosti að bíða í eitt ár með að hlaupa í London-maraþoninu.

Þeir sem höfðu greitt fyrir þáttöku í hlaupinu í ár geta fært þáttökurétt sinn yfir til ársins 2021, 2022 eða 2023 án endurgjalds.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.