Ringulreið á bandarískum flugvöllum vegna ferðabannsins Kjartan Kjartansson skrifar 15. mars 2020 09:01 Ferðalangar hafa þurft að bíða í allt að fjórar klukkustundir eftir því að komast í gegnum tollgæslu á bandarískum flugvöllum eftir að skimanir fyrir kórónuveiru hófust þar. Myndin er tekin úr röð á Fort Worth-flugvellinum í Dallas í Texas í gær. AP/Austin Boschen Langar raðir hafa myndast á flugvöllum í Bandaríkjunum vegna skimunar fyrir kórónuveirunni sem hófust þegar verulegar takmarkanir á ferðalög frá Evrópu tóku gildi í fyrrinótt. Kannað er hvort flugfarþegar sýni einkenni og þeir spurðir út í sjúkrasögu sína áður en þeim er hleypt inn í landið. Ferðalög frá Evrópuríkjum sem tilheyra Schengen-svæðinu til Bandaríkjanna voru bönnuð frá og með aðfaranótt laugardags. Aðeins bandarískir ríkisborgarar, þeir sem eru með varanlegt dvalarleyfi og nánustu ættingjar þeirra fá að koma inn í landið frá þessum ríkjum. Bretland og Írland, sem voru upphaflega undanskilin banninu, munu sæta sömu takmörkunum frá og með þriðjudeginum. Skimun fyrir kórónuveirunni sem var tekin upp á þeim þrettán flugvöllum sem flugumferð frá Evrópuríkjunum er beint til í Bandaríkjunum hefur valdið miklum töfum við landamæraeftirlit, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. JB Pritzker, ríkisstjóri Illinois, sagði tafirnar á O'Hare-flugvelli í Chicago óásættanlegar í Twitter-færslu sem hann beindi að Donald Trump forseta og Mike Pence varaforseta í nótt. The crowds & lines O Hare are unacceptable & need to be addressed immediately.@realDonaldTrump @VP since this is the only communication medium you pay attention to you need to do something NOW.These crowds are waiting to get through customs which is under federal jurisdiction— Governor JB Pritzker (@GovPritzker) March 15, 2020 Lýðheilsusérfræðingar hafa varað við því að mannmergð á flugvöllum geti mögulega leitt til enn frekari útbreiðslu veirunnar. Nú þegar hafa fleiri en 2.700 smit verið staðfest í Bandaríkjunum og 54 látið lífið. Yfirvöld hafa sætt harðri gagnrýni fyrir að draga lappirnar í skimunum fyrir veirunni. Trump forseti lýsti yfir neyðarástandi vegna heimsfaraldursins á föstudag. Fækka langferðum um 75% vegna hrapandi eftirspurnar Ferðabann Bandaríkjastjórnar á mörg Evrópuríki hefur valdið miklum röskunum á áætlunum flugfélaga. American Airlines ætlar að hætta nær öllum lengri millilandaflugferðum frá og með morgundeginum vegna minnkandi eftirspurnar og ferðatakmarkana í fjölda ríkja. Dregið verður úr ferðum um 75% miðað við sama tímabil í fyrra alveg þangað til í maí. Einnig áætlar flugfélagið að það muni draga úr framboði á ferðum innanlands í Bandaríkjunum um fimmtung í apríl. Framboðið í maí verður minnkað um 30% frá sama mánuði í fyrra, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ferðabann Trump mun einnig ná til Bretlands og Írlands Ferðabann bandarískra yfirvalda mun einnig ná til Bretlands og Írlands. Þetta kom fram á blaðamannafundi Trump sem stendur enn yfir. 14. mars 2020 17:14 Ferðabann til Bandaríkjanna komið í gildi Íbúum 26 Evrópulanda innan Schengen-svæðisins, þar á meðal Íslands, er nú bannað að ferðast til Bandaríkjanna næstu þrjátíu dagana eftir að ferðabann Donalds Trump Bandaríkjaforseta vegna kórónuveiruheimsfaraldursins tók gildi í nótt. 14. mars 2020 07:38 Mest lesið Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira
Langar raðir hafa myndast á flugvöllum í Bandaríkjunum vegna skimunar fyrir kórónuveirunni sem hófust þegar verulegar takmarkanir á ferðalög frá Evrópu tóku gildi í fyrrinótt. Kannað er hvort flugfarþegar sýni einkenni og þeir spurðir út í sjúkrasögu sína áður en þeim er hleypt inn í landið. Ferðalög frá Evrópuríkjum sem tilheyra Schengen-svæðinu til Bandaríkjanna voru bönnuð frá og með aðfaranótt laugardags. Aðeins bandarískir ríkisborgarar, þeir sem eru með varanlegt dvalarleyfi og nánustu ættingjar þeirra fá að koma inn í landið frá þessum ríkjum. Bretland og Írland, sem voru upphaflega undanskilin banninu, munu sæta sömu takmörkunum frá og með þriðjudeginum. Skimun fyrir kórónuveirunni sem var tekin upp á þeim þrettán flugvöllum sem flugumferð frá Evrópuríkjunum er beint til í Bandaríkjunum hefur valdið miklum töfum við landamæraeftirlit, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. JB Pritzker, ríkisstjóri Illinois, sagði tafirnar á O'Hare-flugvelli í Chicago óásættanlegar í Twitter-færslu sem hann beindi að Donald Trump forseta og Mike Pence varaforseta í nótt. The crowds & lines O Hare are unacceptable & need to be addressed immediately.@realDonaldTrump @VP since this is the only communication medium you pay attention to you need to do something NOW.These crowds are waiting to get through customs which is under federal jurisdiction— Governor JB Pritzker (@GovPritzker) March 15, 2020 Lýðheilsusérfræðingar hafa varað við því að mannmergð á flugvöllum geti mögulega leitt til enn frekari útbreiðslu veirunnar. Nú þegar hafa fleiri en 2.700 smit verið staðfest í Bandaríkjunum og 54 látið lífið. Yfirvöld hafa sætt harðri gagnrýni fyrir að draga lappirnar í skimunum fyrir veirunni. Trump forseti lýsti yfir neyðarástandi vegna heimsfaraldursins á föstudag. Fækka langferðum um 75% vegna hrapandi eftirspurnar Ferðabann Bandaríkjastjórnar á mörg Evrópuríki hefur valdið miklum röskunum á áætlunum flugfélaga. American Airlines ætlar að hætta nær öllum lengri millilandaflugferðum frá og með morgundeginum vegna minnkandi eftirspurnar og ferðatakmarkana í fjölda ríkja. Dregið verður úr ferðum um 75% miðað við sama tímabil í fyrra alveg þangað til í maí. Einnig áætlar flugfélagið að það muni draga úr framboði á ferðum innanlands í Bandaríkjunum um fimmtung í apríl. Framboðið í maí verður minnkað um 30% frá sama mánuði í fyrra, að sögn Reuters-fréttastofunnar.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ferðabann Trump mun einnig ná til Bretlands og Írlands Ferðabann bandarískra yfirvalda mun einnig ná til Bretlands og Írlands. Þetta kom fram á blaðamannafundi Trump sem stendur enn yfir. 14. mars 2020 17:14 Ferðabann til Bandaríkjanna komið í gildi Íbúum 26 Evrópulanda innan Schengen-svæðisins, þar á meðal Íslands, er nú bannað að ferðast til Bandaríkjanna næstu þrjátíu dagana eftir að ferðabann Donalds Trump Bandaríkjaforseta vegna kórónuveiruheimsfaraldursins tók gildi í nótt. 14. mars 2020 07:38 Mest lesið Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira
Ferðabann Trump mun einnig ná til Bretlands og Írlands Ferðabann bandarískra yfirvalda mun einnig ná til Bretlands og Írlands. Þetta kom fram á blaðamannafundi Trump sem stendur enn yfir. 14. mars 2020 17:14
Ferðabann til Bandaríkjanna komið í gildi Íbúum 26 Evrópulanda innan Schengen-svæðisins, þar á meðal Íslands, er nú bannað að ferðast til Bandaríkjanna næstu þrjátíu dagana eftir að ferðabann Donalds Trump Bandaríkjaforseta vegna kórónuveiruheimsfaraldursins tók gildi í nótt. 14. mars 2020 07:38